Þórólfur neitar að taka við brekkusöngnum Snorri Másson skrifar 7. júlí 2021 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þjóðhátíðarlag ársins 1962 í Vikunni árið 2020. „Ég veit þú kemur í kvöld til mín...“ RÚV Eftir að brekkusöng Ingólfs Þórarinssonar var aflýst á Þjóðhátíð í vikunni upphófst nokkur umræða um það hver ætti að hlaupa í skarðið. Á meðal tillagna sem kom fram var að sjálfur sóttvarnalæknir tæki við brekkusöngnum, enda bæði Eyjamaður og lunkinn gítarleikari. Þórólfur Guðnason er alls ekki eins spenntur og þjóðin fyrir þessari hugmynd og þvertekur raunar fyrir hana. „Það yrði engum greiði gerður, hvorki mér né þjóðhátíðargestum, að ég tæki þetta að mér. Það er alveg klárt,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Bryddað var upp á hugmyndinni á Twitter og hvar sem það hefur verið gert, hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Logi Bergmann fjölmiðlamaður hefur fengið tæp 600 læk: „Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt.“ Hugmyndin um Þórólf á stóra sviðinu er ekki úr lausu lofti gripin, heldur hefur sóttvarnalæknir meira að segja gerst svo frægur að syngja þjóðhátíðarlög í beinni í Ríkissjónvarpinu. Þrátt fyrir það segir hann að brekkusöngur á Þjóðhátíð sé ekki í hans verkahring. „Ég get ýmislegt en þetta er bara ekki eitt af því sem ég gef mig út að gera,“ segir Þórólfur. „Í mínum huga er þetta bara grín ársins. Ég tek því bara sem slíku.“ Þórólfur ætlar að sögn ekki til Eyja um verslunarmannahelgina en var staddur á Goslokahátíð þar um helgina. Þjóðhátíðarnefnd hefur ekkert gefið upp um hver kunni að taka við keflinu af Ingó, en ýmsar tilgátur eru þó komnar fram. Til dæmis um að Hreimur Örn Heimisson taki þetta en lagið hans Lífið er yndislegt fagnar tuttugu ára stórafmæli í ár sem eitt vinsælasta þjóðhátíðarlag allra tíma. 13+ þúsund manns að syngja með Þórólfi er mjög flott og falleg hugmynd að mínu mati. Svona stór samkoma væri ómöguleg án hans hjálp. Finnst það mjög viðeigandi að hann fengi að stjórna brekkusöng í ár.— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 6, 2021 Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt— Logi Bergmann (@logibergmann) July 5, 2021 Er þetta ekki bara borðleggjandi dæmi?? Það sem þessi 15-20 þús manns í dalnum myndu öskursyngja sig í brekkusöngnum með þennan við stjórnvölinn pic.twitter.com/oT92Tm3ik5— Arnar Guðmundsson (@narrigumm) July 4, 2021 Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34 Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Þórólfur Guðnason er alls ekki eins spenntur og þjóðin fyrir þessari hugmynd og þvertekur raunar fyrir hana. „Það yrði engum greiði gerður, hvorki mér né þjóðhátíðargestum, að ég tæki þetta að mér. Það er alveg klárt,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Bryddað var upp á hugmyndinni á Twitter og hvar sem það hefur verið gert, hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Logi Bergmann fjölmiðlamaður hefur fengið tæp 600 læk: „Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt.“ Hugmyndin um Þórólf á stóra sviðinu er ekki úr lausu lofti gripin, heldur hefur sóttvarnalæknir meira að segja gerst svo frægur að syngja þjóðhátíðarlög í beinni í Ríkissjónvarpinu. Þrátt fyrir það segir hann að brekkusöngur á Þjóðhátíð sé ekki í hans verkahring. „Ég get ýmislegt en þetta er bara ekki eitt af því sem ég gef mig út að gera,“ segir Þórólfur. „Í mínum huga er þetta bara grín ársins. Ég tek því bara sem slíku.“ Þórólfur ætlar að sögn ekki til Eyja um verslunarmannahelgina en var staddur á Goslokahátíð þar um helgina. Þjóðhátíðarnefnd hefur ekkert gefið upp um hver kunni að taka við keflinu af Ingó, en ýmsar tilgátur eru þó komnar fram. Til dæmis um að Hreimur Örn Heimisson taki þetta en lagið hans Lífið er yndislegt fagnar tuttugu ára stórafmæli í ár sem eitt vinsælasta þjóðhátíðarlag allra tíma. 13+ þúsund manns að syngja með Þórólfi er mjög flott og falleg hugmynd að mínu mati. Svona stór samkoma væri ómöguleg án hans hjálp. Finnst það mjög viðeigandi að hann fengi að stjórna brekkusöng í ár.— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 6, 2021 Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt— Logi Bergmann (@logibergmann) July 5, 2021 Er þetta ekki bara borðleggjandi dæmi?? Það sem þessi 15-20 þús manns í dalnum myndu öskursyngja sig í brekkusöngnum með þennan við stjórnvölinn pic.twitter.com/oT92Tm3ik5— Arnar Guðmundsson (@narrigumm) July 4, 2021
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34 Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34
Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48