Lífið

„Misskilningur að ég sé fáviti“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Björgvin Páll er landsliðsmarkvörður í handbolta og höfundur bókarinnar Án Filters.
Björgvin Páll er landsliðsmarkvörður í handbolta og höfundur bókarinnar Án Filters. Skjáskot

Björgvin Páll segir að sumir misskilji hann og haldi að hann sé fáviti, vegna hegðunar inni á handboltavellinum í gegnum árin. Hann viðurkennir að hafa ýkt þessa hegðun og jafnvel meitt leikmenn viljandi á yngri árum. 

„Ég held það tengist þessum karakterum sem ég bjó til á sínum tíma. Þá var ég að djöfla brjálaða handboltamarkmanninum og hjartaljúfa fjölskylduföðurnum utan vallar. Ef þú spyrð einhverja sem er í íþróttum segja þeir að hann séu algjör hálfviti inni á vellinum en utan vallar algjör meistari.“

Hann segir að þetta sé mjög algengt með íþróttamenn.

„Hjá mér var þetta tilbúningur að mörgu leiti, þessi handboltakarakter en líka er það karakter sem ég þarf til að halda til að ná að hámarka mig. Ég þarf að vera með læti, ég þarf að ná púlsinum upp.“

Fávitinn fékk of mikið pláss

Björgvin Páll var gestur í hlaðvarpinu 24/7. Hann segir að þessi misskilningur um hann tengist líka kvíðanum sem hann hefur glímt við alla sína ævi.

„Mitt svar við því að vera ekki kvíðinn inni á vellinum, vera ekki óöruggur, var að fara í geðveikina, inn í lætin. Ég bjó til þannig karakter á sínum tíma, sem að umhverfið bjó svo líka til og þá varð til smá fáviti sem að svo fékk aðeins of mikið pláss því hann varð alltaf erfiðari og erfiðari.“

Hann dró þennan karakter með sér inn í samskiptin við eigin liðsfélaga inni á vellinum og fékk svo samviskubit eftir leik yfir því að öskra eða vera fáviti.

„Ég náði aldrei að ná jafnvægi á þessu, fyrir utan síðustu fimm, sex ár og ég fullkomna þennan gæja ekki fyrr en fyrir tveimur árum þegar ég skrifa bókina. Þá gat ég búið til karakter sem er ástríðufullur á vellinum en hann er ekki fáviti. Ég vil meina að það sé misskilningur að ég sé fáviti.“

24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Í þættinum ræðir Björgvin um listina að vera meðvitaður, að hafa góð áhrif á aðra, geðheilsu, vegan lífsstíl og margt fleira.


Tengdar fréttir

Hjálpar einstaklingum að skapa vináttu í gegnum tölvuleiki

Tryggvi Hjaltason greinandi hjá CCP kynnti á dögunum nýtt námskeið í samstarfi við prófessorinn Ársæl Má Árnason og Háskóla Íslands. Námskeiðið á að hjálpa einstaklingum að mynda mannleg tengsl í gegnum tölvuleiki sem ber heitið Vináttuvélin: Að mynda nýja tegund mannlegra tengsla.

Væri til í að hafa eingöngu konur á Alþingi nokkur kjörtímabil

„Ég myndi vilja jafna þennan leikvöll og sjá breytingarnar sem verða í samfélaginu,“ segir hlauparinn Arnar Pétursson. Að hans mati þarf margt að breytast í dínamík kynjanna hér á landi og er hann með ýmsar uppástungur á því hvernig hægt væri að gera það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×