„Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 09:26 Pétur Jóhann segir að það hafi verið viðbrigði að fara úr því að vera launþegi yfir í að fá eingöngu verktakagreiðslur. „Ég er sorglega skoðanalaus,“ segir segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann segist sannfærður um að hann hafi verið hirðfífl í fyrra lífi. „Stundum finnst mér eins og ég hafi verið settur á þessa jörð bara í þeim tilgangi að gera gaman, gleðja og skemmta og hoppa hí og trallala og þess fyrir utan á ég ekkert að hafa skoðanir. Það er svo mikið til að fólki með allskonar skoðanir og endalaust af lausnum. Ég veit ekki neitt. Ég göslast áfram. Ég veit ekkert hvort er betra heldur en er hitt,“ útskýrir Pétur Jóhann. Kæruleysið kom honum í bobba Skemmtikrafturinn var gestur í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Þar sagði hann meðal annars að hann gefi svo mikið af sér að stundum nenni hann ekki einu sinni í heimsóknir. Í þættinum barst umræðan að fjármálum og segir Pétur Jóhann að það sé eitthvað sem hann hafi lengi átt erfitt með. „Ég er glaður léttleikandi glaðlindur afslappaður, ekki áhyggjumikill maður. Reyndar oft í gegnum tíðina hefur það komið mér í bobba. Þetta áhyggjuleysi og kæruleysi áður en ég kynntist Sigrúni þá var ég með öll fjármál allt niðrum mig. Eyddi öllu og göslaðist áfram.“ Pétur Jóhann hætti að vinna í fastri launavinnu og fór að verða verktaki og reikningar söfnuðust upp út um allt. Svo fékk hann þetta í hausinn og var sagt að hann þyrfti nú að borga skatt. „Ef þú vinnur þér inn 100.000 kall þá verður þú að borga 40.000 af því í skatt.“ Göslaðist áfram Pétur Jóhann segir að það hafi tekið konuna hans þrjú eða fjögur ár að ná honum á gott ról varðandi eyðslu út frá tekjum. „Í sannleika sagt, þegar ég kom út eftir að hafa unnið í byggingavöruverslun í átta ár og í þúsund vinnum. Þá vinn ég og svo fæ ég bara launaseðil og það er bara vinnuveitandinn sem sér um það. Ég fæ bara borgað, ég má eyða þeim peningum, sem vinnuveitandinn minn borgaði mér. Geggjað. Síðan hætti það og ég fer að skemmta einhvers staðar og ég fæ 100.000 þá eyddi ég því bara því ég hélt það væri bara sama lógíg. Það tók mig einhvern tíma að átta mig á því. En svo áttaði ég mig á því en hélt áfram að göslast áfram. Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma.“ 24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Pétur Jóhann er grínisti og móralskur leiðbeinandi. Í þættinum ræðir hann um hlutverk móralska leiðbeinandans, krefjandi eiginleikann við að gefa af sér allan daginn, að flæða í lífinu, mikilvægi þess að vera drullu sama og margt margt fleira. 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
„Stundum finnst mér eins og ég hafi verið settur á þessa jörð bara í þeim tilgangi að gera gaman, gleðja og skemmta og hoppa hí og trallala og þess fyrir utan á ég ekkert að hafa skoðanir. Það er svo mikið til að fólki með allskonar skoðanir og endalaust af lausnum. Ég veit ekki neitt. Ég göslast áfram. Ég veit ekkert hvort er betra heldur en er hitt,“ útskýrir Pétur Jóhann. Kæruleysið kom honum í bobba Skemmtikrafturinn var gestur í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Þar sagði hann meðal annars að hann gefi svo mikið af sér að stundum nenni hann ekki einu sinni í heimsóknir. Í þættinum barst umræðan að fjármálum og segir Pétur Jóhann að það sé eitthvað sem hann hafi lengi átt erfitt með. „Ég er glaður léttleikandi glaðlindur afslappaður, ekki áhyggjumikill maður. Reyndar oft í gegnum tíðina hefur það komið mér í bobba. Þetta áhyggjuleysi og kæruleysi áður en ég kynntist Sigrúni þá var ég með öll fjármál allt niðrum mig. Eyddi öllu og göslaðist áfram.“ Pétur Jóhann hætti að vinna í fastri launavinnu og fór að verða verktaki og reikningar söfnuðust upp út um allt. Svo fékk hann þetta í hausinn og var sagt að hann þyrfti nú að borga skatt. „Ef þú vinnur þér inn 100.000 kall þá verður þú að borga 40.000 af því í skatt.“ Göslaðist áfram Pétur Jóhann segir að það hafi tekið konuna hans þrjú eða fjögur ár að ná honum á gott ról varðandi eyðslu út frá tekjum. „Í sannleika sagt, þegar ég kom út eftir að hafa unnið í byggingavöruverslun í átta ár og í þúsund vinnum. Þá vinn ég og svo fæ ég bara launaseðil og það er bara vinnuveitandinn sem sér um það. Ég fæ bara borgað, ég má eyða þeim peningum, sem vinnuveitandinn minn borgaði mér. Geggjað. Síðan hætti það og ég fer að skemmta einhvers staðar og ég fæ 100.000 þá eyddi ég því bara því ég hélt það væri bara sama lógíg. Það tók mig einhvern tíma að átta mig á því. En svo áttaði ég mig á því en hélt áfram að göslast áfram. Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma.“ 24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Pétur Jóhann er grínisti og móralskur leiðbeinandi. Í þættinum ræðir hann um hlutverk móralska leiðbeinandans, krefjandi eiginleikann við að gefa af sér allan daginn, að flæða í lífinu, mikilvægi þess að vera drullu sama og margt margt fleira.
24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira