Lífið

Forstjóri Play spilaði með Bubba Morthens í dalnum á Þjóðhátíð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Birg­ir Jóns­son, for­stjóri Play mætti í yfirheyrslu í Brennsluna. Þar kom meðal annars í ljós að hann vaknar klukkan fimm á hverjum degi. 
Birg­ir Jóns­son, for­stjóri Play mætti í yfirheyrslu í Brennsluna. Þar kom meðal annars í ljós að hann vaknar klukkan fimm á hverjum degi.  Brennslan

Play fór í jómfrúarflug sitt í dag og var flogið til London. Birgir Jónsson forstjóri Play mætti í yfirheyrslu í Brennsluna á FM957. 

Yfirheyrslan virkar þannig að viðmælendur hafa eingöngu leyfi til að segja eitt „pass“ og neitaði forstjórinn að herma eftir uppáhalds stjörnunni sinni. Hann svindlaði svo og sagði eitt pass í viðbót síðar í yfirheyrslunni. 

„Ég vakna alltaf ógeðslega snemma,  svona fimm eða eitthvað,“ svaraði Birgir þegar Rikki G spurði hann hvað furðulegasta venjan hans væri. Þetta er óháð því hvenær hann fer að sofa. 

„Ég er líka ógeðslega gamall,“ segir Birgir þá og hlær. Í viðtalinu kom líka í ljós að hann horfir lítið á sjónvarp, elskar sushi og líka tónlistarmanninn Bubba Morthens. 

Aðspurður hvað færi mest í taugarnar á honum við eiginkonuna, svaraði hann snöggur: 

„Að hún er klárari en ég.“

Í viðtalinu kom í ljós að Birgir hefur spilað með Bubba Morthens á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

„Að taka Híróshima með Bubba Morthens fyrir framan brekkuna... ég er ennþá með gæsahúð.“

Yfirheyrsluna má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum

Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum.

Play flýgur til Kanarí

Flugfélagið Play ætlar að fljúga til Gran Canaria á Spáni, betur þekktar sem Kanaríeyjar, frá 22. desember 2021 til 20. apríl 2022. Flogið verður í hverri viku á miðvikudögum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.