Sport

Íslandsmethafinn í sleggjukasti hættir aðeins 26 ára gömul

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Vigdís Jónsdóttir hefur ákveðið að leggja sleggjuna á hilluna.
Vigdís Jónsdóttir hefur ákveðið að leggja sleggjuna á hilluna. vísir/pjetur

Vigdís Jónsdóttir, Íslandmetshafi í sleggjukasti, tilkynnti á Facebook í dag að hún væri hætt. Hún lenti í öðru sæti á Meistaramóti Íslands á Akureyri í gær.

Vigdís er aðeins 26 ára gömul, en hún segir á Facebook síðu sinni að hún sé komin með nóg og að andlega hliðin ráði ekki við þetta lengur.

Í samtali við RÚV segir Vigdís að þetta hafi legið í loftinu lengi hjá henni og að hún hafi ekki andlega styrkinn til að halda áfram í þessar íþrótt.

Íslandsmet Vigdísar er 66,74 metrar, en hún kastaði 59,37 metra þegar hún lenti í öðru sæti Meistaramóts Íslands í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×