Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 19:04 Auður hefur gefið út yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum Vísir/Daníel Ágústsson Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. Yfirlýsingin birtist á Instagram-síðu Auðs. Þar segist hann hafa farið yfir mörk konu árið 2019 án þess að hafa áttað sig á því fyrr en þau töluðu saman síðar. View this post on Instagram A post shared by Auður (@auduraudur) „Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent af á Stígamótum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir hann að upplifun konunnar sé það sem skipti máli. Samkvæmt henni hafi hann spurt „má ég“ og „líður þér óþægilega?“ en hafi samt verið ágengur við hana. „Við fækkuðum ekki fötum en ég hefði átt að hætta fyrr.“ Þá segir hann að konan hafi hvatt hann til þess að nýta þann vettvang sem hann hefur til að bera ábyrgð á hegðun sinni. „Allt frá því þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín. Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á því að ég hef ekki alltaf virt mörk,“ skrifar Auður í yfirlýsingunni. Kveðst hann þá staðráðinn í að læra af þeirri umræðu sem nú fer hátt í samfélaginu, bæta hegðun sína og koma út úr henni sem betri maður, eins og hann sjálfur kemst að orði. Hafnar „flökkusögum“ „Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé,“ skrifar Auðunn en víkur ekki frekar að þeim ásökunum. Þær ásakanir sem um ræðir hafa flestar birst á samfélagsmiðlinum Twitter. „Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum. Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan,“ skrifar Auður að lokum. Yfirlýsingin í heild sinni: Árið 2019 fór ég yfir mörk konu án þess að átta mig á því fyrr en við töluðum saman síðar. Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent af á Stígamótum. Upplifun konunnar er það sem skiptir máli. Samkvæmt frásögn hennar spurði ég „má ég“ og „líður þér óþægilega?“ en var samt ágengur. Við fækkuðum ekki fötum en ég hefði átt að hætta fyrr. Hún hefur bæði á Messenger og á Instagram hvatt mig til að nýta þann vettvang sem ég hef til að taka ábyrgð á hegðun minni. Allt frá því þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín. Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á því að ég hef ekki alltaf virt mörk. Ég er staðráðinn í að læra meira ef þeirri umræðu sem hefur verið í gangi, bæta hegðun mína og koma út úr þessu sem betri maður. Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé. Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum. Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan. Auðunn. MeToo Samfélagsmiðlar Mál Auðuns Lútherssonar Tengdar fréttir UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Yfirlýsingin birtist á Instagram-síðu Auðs. Þar segist hann hafa farið yfir mörk konu árið 2019 án þess að hafa áttað sig á því fyrr en þau töluðu saman síðar. View this post on Instagram A post shared by Auður (@auduraudur) „Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent af á Stígamótum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir hann að upplifun konunnar sé það sem skipti máli. Samkvæmt henni hafi hann spurt „má ég“ og „líður þér óþægilega?“ en hafi samt verið ágengur við hana. „Við fækkuðum ekki fötum en ég hefði átt að hætta fyrr.“ Þá segir hann að konan hafi hvatt hann til þess að nýta þann vettvang sem hann hefur til að bera ábyrgð á hegðun sinni. „Allt frá því þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín. Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á því að ég hef ekki alltaf virt mörk,“ skrifar Auður í yfirlýsingunni. Kveðst hann þá staðráðinn í að læra af þeirri umræðu sem nú fer hátt í samfélaginu, bæta hegðun sína og koma út úr henni sem betri maður, eins og hann sjálfur kemst að orði. Hafnar „flökkusögum“ „Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé,“ skrifar Auðunn en víkur ekki frekar að þeim ásökunum. Þær ásakanir sem um ræðir hafa flestar birst á samfélagsmiðlinum Twitter. „Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum. Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan,“ skrifar Auður að lokum. Yfirlýsingin í heild sinni: Árið 2019 fór ég yfir mörk konu án þess að átta mig á því fyrr en við töluðum saman síðar. Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent af á Stígamótum. Upplifun konunnar er það sem skiptir máli. Samkvæmt frásögn hennar spurði ég „má ég“ og „líður þér óþægilega?“ en var samt ágengur. Við fækkuðum ekki fötum en ég hefði átt að hætta fyrr. Hún hefur bæði á Messenger og á Instagram hvatt mig til að nýta þann vettvang sem ég hef til að taka ábyrgð á hegðun minni. Allt frá því þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín. Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á því að ég hef ekki alltaf virt mörk. Ég er staðráðinn í að læra meira ef þeirri umræðu sem hefur verið í gangi, bæta hegðun mína og koma út úr þessu sem betri maður. Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé. Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum. Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan. Auðunn.
Árið 2019 fór ég yfir mörk konu án þess að átta mig á því fyrr en við töluðum saman síðar. Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent af á Stígamótum. Upplifun konunnar er það sem skiptir máli. Samkvæmt frásögn hennar spurði ég „má ég“ og „líður þér óþægilega?“ en var samt ágengur. Við fækkuðum ekki fötum en ég hefði átt að hætta fyrr. Hún hefur bæði á Messenger og á Instagram hvatt mig til að nýta þann vettvang sem ég hef til að taka ábyrgð á hegðun minni. Allt frá því þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín. Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á því að ég hef ekki alltaf virt mörk. Ég er staðráðinn í að læra meira ef þeirri umræðu sem hefur verið í gangi, bæta hegðun mína og koma út úr þessu sem betri maður. Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé. Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum. Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan. Auðunn.
MeToo Samfélagsmiðlar Mál Auðuns Lútherssonar Tengdar fréttir UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34