Vill nýja ríkisstjórn í anda R-listans Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 17:46 Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. samfylkingin Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist lesa það úr nýlegum skoðanakönnunum að flokkur hans geti haft forgöngu um að mynda ríkisstjórn í anda R-listans eftir kosningar í haust. Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag sagði Logi að „óvenjulegt stjórnarmynstur“ íhaldsflokkanna á kjörtímabilinu hafi mögulega hentað til að koma á pólitískum stöðugleika í landinu eftir skandala fyrri stjórna. „En þessir flokkar munu ekki finna samhljóminn til að ráða við þau risastóru verkefni sem eru fram undan. Málamiðlanir sem ósamstiga ríkisstjórn þarf að gera við hvert fótmál er ekki svarið í núverandi ástandi,“ sagði Logi. Ríkisstjórn sem er óhrædd við sérhagsmunaöflin Þess vegna væri nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem væri sammála um meginverkefnin sem þyrfti að ráðast í. „Ríkisstjórn sem er óhrædd við markvissari beitingu hins opinbera“ og „ríkisstjórn sem hefur burði til að takast á við sérhagsmunaöflin sem hafa fengið verðmætustu eign þjóðarinnar í sínar hendur.“ Hann sér fyrir sér að Samfylkingin geti myndað þessa ríkisstjórn eftir því sem hann kallar „Reykjavíkurmódelið“ eða „R-lista konseptið“. Þar vísar hann í R-listann, sameiginlegan framboðslista félagshyggjuflokkanna í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum, frá 1994 til 2002, sem alltaf náði hreinum meirihluta í borginni. Meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna í Reykjavíkurborg í dag er auðvitað svipað því. „Kæru vinir, það er þannig stjórn sem við skulum mynda eftir kosningarnar í haust, og það eru sterkar líkur á að það takist, en það er okkar allra hér inni að sigla því í höfn. Svo verum samstíga, komum málefnum okkar skýrt á framfæri við almenning og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Logi við samflokksmenn sína. Katrín í lykilstöðu Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Samfylkingin með 10,9 prósent fylgi. Saman eru Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar með 35,5 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Með Viðreisn yrði fylgið 46,5 prósent en með Framsókn 48 prósent. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 48,2 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, virðist vera í lykilstöðu fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun og nokkurn veginn geta valið hvort hún vilji halda áfram samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn eða reyna að mynda stjórn frá miðju til vinstri. Samkvæmt nýjustu könnunum vilja langflestir landsmenn að hún leiði næstu ríkisstjórn, eða 46 prósent. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira
Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag sagði Logi að „óvenjulegt stjórnarmynstur“ íhaldsflokkanna á kjörtímabilinu hafi mögulega hentað til að koma á pólitískum stöðugleika í landinu eftir skandala fyrri stjórna. „En þessir flokkar munu ekki finna samhljóminn til að ráða við þau risastóru verkefni sem eru fram undan. Málamiðlanir sem ósamstiga ríkisstjórn þarf að gera við hvert fótmál er ekki svarið í núverandi ástandi,“ sagði Logi. Ríkisstjórn sem er óhrædd við sérhagsmunaöflin Þess vegna væri nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem væri sammála um meginverkefnin sem þyrfti að ráðast í. „Ríkisstjórn sem er óhrædd við markvissari beitingu hins opinbera“ og „ríkisstjórn sem hefur burði til að takast á við sérhagsmunaöflin sem hafa fengið verðmætustu eign þjóðarinnar í sínar hendur.“ Hann sér fyrir sér að Samfylkingin geti myndað þessa ríkisstjórn eftir því sem hann kallar „Reykjavíkurmódelið“ eða „R-lista konseptið“. Þar vísar hann í R-listann, sameiginlegan framboðslista félagshyggjuflokkanna í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum, frá 1994 til 2002, sem alltaf náði hreinum meirihluta í borginni. Meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna í Reykjavíkurborg í dag er auðvitað svipað því. „Kæru vinir, það er þannig stjórn sem við skulum mynda eftir kosningarnar í haust, og það eru sterkar líkur á að það takist, en það er okkar allra hér inni að sigla því í höfn. Svo verum samstíga, komum málefnum okkar skýrt á framfæri við almenning og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Logi við samflokksmenn sína. Katrín í lykilstöðu Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Samfylkingin með 10,9 prósent fylgi. Saman eru Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar með 35,5 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Með Viðreisn yrði fylgið 46,5 prósent en með Framsókn 48 prósent. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 48,2 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, virðist vera í lykilstöðu fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun og nokkurn veginn geta valið hvort hún vilji halda áfram samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn eða reyna að mynda stjórn frá miðju til vinstri. Samkvæmt nýjustu könnunum vilja langflestir landsmenn að hún leiði næstu ríkisstjórn, eða 46 prósent.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira