Innlent

Vill nýja ríkis­­­stjórn í anda R-listans

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag.
Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. samfylkingin

Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, segist lesa það úr ný­legum skoðanakönnunum að flokkur hans geti haft for­göngu um að mynda ríkis­stjórn í anda R-listans eftir kosningar í haust.

Í ræðu sinni á flokks­stjórnar­fundi í dag sagði Logi að „ó­venju­legt stjórnar­mynstur“ í­halds­flokkanna á kjör­tíma­bilinu hafi mögu­lega hentað til að koma á pólitískum stöðug­leika í landinu eftir skandala fyrri stjórna.

„En þessir flokkar munu ekki finna sam­hljóminn til að ráða við þau risa­stóru verk­efni sem eru fram undan. Mála­miðlanir sem ó­sam­stiga ríkis­stjórn þarf að gera við hvert fót­mál er ekki svarið í nú­verandi á­standi,“ sagði Logi.

Ríkisstjórn sem er óhrædd við sérhagsmunaöflin

Þess vegna væri nauð­syn­legt að greiða veginn fyrir nýja ríkis­stjórn að loknum kosningum sem væri sam­mála um megin­verk­efnin sem þyrfti að ráðast í. „Ríkis­stjórn sem er ó­hrædd við mark­vissari beitingu hins opin­bera“ og „ríkis­stjórn sem hefur burði til að takast á við sér­hags­muna­öflin sem hafa fengið verð­mætustu eign þjóðarinnar í sínar hendur.“

Hann sér fyrir sér að Sam­fylkingin geti myndað þessa ríkis­stjórn eftir því sem hann kallar „Reykja­víkur­módelið“ eða „R-lista kon­septið“. Þar vísar hann í R-listann, sam­eigin­legan fram­boðs­lista fé­lags­hyggju­flokkanna í Reykja­vík í þrennum borgar­stjórnar­kosningum, frá 1994 til 2002, sem alltaf náði hreinum meiri­hluta í borginni. Meiri­hluta­sam­starf Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna í Reykja­víkur­borg í dag er auð­vitað svipað því.

„Kæru vinir, það er þannig stjórn sem við skulum mynda eftir kosningarnar í haust, og það eru sterkar líkur á að það takist, en það er okkar allra hér inni að sigla því í höfn. Svo verum sam­stíga, komum mál­efnum okkar skýrt á fram­færi við al­menning og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Logi við sam­flokks­menn sína.

Katrín í lykilstöðu

Sam­kvæmt nýjustu könnun MMR mælist Sam­fylkingin með 10,9 prósent fylgi. Saman eru Sam­fylkingin, Vinstri græn og Píratar með 35,5 prósent fylgi sam­kvæmt könnuninni. Með Við­reisn yrði fylgið 46,5 prósent en með Fram­sókn 48 prósent.

Sjá einnig: Sjálf­stæðis­flokkur, Píratar og Fram­sókn með mest fylgi.

Ríkis­stjórnar­flokkarnir mælast saman­lagt með 48,2 prósent fylgi sam­kvæmt könnuninni. 

Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, virðist vera í lykil­stöðu fyrir næstu ríkis­stjórnar­myndun og nokkurn veginn geta valið hvort hún vilji halda á­fram sam­starfinu við Fram­sókn og Sjálf­stæðis­flokkinn eða reyna að mynda stjórn frá miðju til vinstri. Sam­kvæmt nýjustu könnunum vilja lang­flestir lands­menn að hún leiði næstu ríkis­stjórn, eða 46 prósent.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.