Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá alvarlegri stöðu á bráðadeild Landspítalans vegna undirmönnunar. Læknar þar segja hættu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum verði ekki úr þessu bætt.

Það hefur verið mikið að gerast í pólitíkinni í dag. Við förum yfir stöðuna í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík en fyrstu tölur eru væntanlegar klukkan sjö. 

Búið er að skipa nýja stjórn í Miðflokknum en það var gert á landsþingi í dag. Þá voru framboðslistar Samfylkingar í öllum kjördæmum kynntir í dag eftir að flokksstjórn kom saman síðdegis. 

Við segjum frá nýrri ákvörðun helstu iðnríkja heims um að skattleggja alþjóðlega tæknirisa eins og Google og Amazon og förum við á nýja sögusýningu í hinum merka Tryggvaskála í tilefni af hundrað og þrjátíu ára afmæli skálans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×