Menning

Friederike Mayröcker er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Friederike Mayröcker varð 96 ára gömul.
Friederike Mayröcker varð 96 ára gömul. Getty/Poklekowski/ullstein

Austurríski rithöfundurinn og ljóðskáldið Friederike Mayröcker er látin, 96 ára að aldri.

Mayröcker var sannkallaður risi innan hins þýskumælandi heims bókmennta og var ítrekað nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta handhafa bókmenntaverðlauna Nóbels.

Mayröcker lést í Vínarborg fyrr í dag. Hún gaf út sítt verk árið 1946, en eftir hana liggja um hundrað ljóðasafna og skáld- og leikverka. +

Á sínum yngri árum var hluti listamannahópsins Art-Club og átti sömuleiðis tengsl við hinn svokallaða Wiener Gruppe. Hún vann til fjölda verðlauna á ferli sínum, bæði í heimalandinu og á alþjóðavettvangi, og er líklega þekktust fyrir þau ljóð sem eftir hana liggja.

Á árunum eftir seinna stríð starfaði Mayröcker sem enskukennari í skólum í Vínarborg áður en hún lagði skriftirnar alfarið fyrir sig. 

Hún var í sambúð með austurríska rithöfundinum Ernst Jandl frá árinu 1954 til ársins 2000 þegar Jandl lést.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.