Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 16:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á í harðri baráttu við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann segir í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Engin leið hafi verið fyrir framboðið að vita hverjir væru nýskráðir í flokkinn af kjörskrá sem flokkurinn deilir út til frambjóðenda í prófkjörinu. Upplýsingar um nýskráningar voru sendar á frambjóðendurna síðasta mánudag en Sigurður segir að ábendingarnar hafi borist honum mun fyrr. Á félagskrá flokksins eru einnig persónuupplýsingar eins og kennitala, netfang og heimilisfang flokksmanna. „Við höfum fengið staðfest frá starfsmanni á skrifstofu flokksins að Magnús Sigurbjörnsson var með aðgang að flokksskrá flokksins,“ segir Sigurður Helgi við Vísi. Magnús er bróðir Áslaugar en hann var kosningastjóri hennar til að byrja með í prófkjörsbaráttunni. Sjá einnig: Lykilatriði að notendur samfélagsmiðla viti og samþykki að flokkarnir séu að vinna með upplýsingar. Búið að loka aðganginum Sigurður segir að hann hafi fengið þær skýringar á aðgangi Magnúsar að hann hafi verið fenginn til að búa til auðvelda leið fyrir flokkinn til að senda út póst á alla félagsmenn í einu í gegn um forritið Mailchimp. „Verandi lögfræðingur veit ég það að vinnsluaðili með persónuupplýsingar má ekki gefa neinum aðgang að þeim nema það sé nauðsynlegt og þegar vinnslan er búin þá á að loka þeim aðgangi hið snarasta,“ segir Sigurður Helgi. Hann segist vita til þess að búið sé að loka aðgangi Magnúsar að félagaskrá flokksins. Uppfært kl. 17:00: Magnús Sigurbjörnsson segir ekkert til í ásökunum um að hann hafi nýtt sér aðgang að félagatali flokksins fyrir framboð Áslaugar systur sinnar. Hann hafi ekki haft aðgang að tölvukerfinu frá því að hann var starfsmaður flokksins fyrr á þessu ári en vildi ekki svara því hvenær hafi verið lokað fyrir aðgang hans. Yfirkjörstjórn gæti hins vegar staðfest hvenær hann hefði skráð sig inn í kerfið. Uppfært kl. 17:20: Yfirkjörstjórn fundar Vísir náði tali af Kristínu Edwald, formanni yfirkjörstjórnar flokksins, sem staðfesti að kvörtunin hefði borist. Hún vildi ekki segja neitt annað um málið því yfirkjörstjórnin færi nú yfir það á fundi. Guðlaugur sagður nota félagaskrá 2006 Svipað mál kom upp í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2006 þegar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi starfsmaður flokksins, hélt því fram að Guðlaugur hefði einn haft aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörinu. Guðlaugur náði þá öðru sæti í prófkjörinu. Sjá einnig: Guðlaugur einn með nýja skrá. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann segir í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Engin leið hafi verið fyrir framboðið að vita hverjir væru nýskráðir í flokkinn af kjörskrá sem flokkurinn deilir út til frambjóðenda í prófkjörinu. Upplýsingar um nýskráningar voru sendar á frambjóðendurna síðasta mánudag en Sigurður segir að ábendingarnar hafi borist honum mun fyrr. Á félagskrá flokksins eru einnig persónuupplýsingar eins og kennitala, netfang og heimilisfang flokksmanna. „Við höfum fengið staðfest frá starfsmanni á skrifstofu flokksins að Magnús Sigurbjörnsson var með aðgang að flokksskrá flokksins,“ segir Sigurður Helgi við Vísi. Magnús er bróðir Áslaugar en hann var kosningastjóri hennar til að byrja með í prófkjörsbaráttunni. Sjá einnig: Lykilatriði að notendur samfélagsmiðla viti og samþykki að flokkarnir séu að vinna með upplýsingar. Búið að loka aðganginum Sigurður segir að hann hafi fengið þær skýringar á aðgangi Magnúsar að hann hafi verið fenginn til að búa til auðvelda leið fyrir flokkinn til að senda út póst á alla félagsmenn í einu í gegn um forritið Mailchimp. „Verandi lögfræðingur veit ég það að vinnsluaðili með persónuupplýsingar má ekki gefa neinum aðgang að þeim nema það sé nauðsynlegt og þegar vinnslan er búin þá á að loka þeim aðgangi hið snarasta,“ segir Sigurður Helgi. Hann segist vita til þess að búið sé að loka aðgangi Magnúsar að félagaskrá flokksins. Uppfært kl. 17:00: Magnús Sigurbjörnsson segir ekkert til í ásökunum um að hann hafi nýtt sér aðgang að félagatali flokksins fyrir framboð Áslaugar systur sinnar. Hann hafi ekki haft aðgang að tölvukerfinu frá því að hann var starfsmaður flokksins fyrr á þessu ári en vildi ekki svara því hvenær hafi verið lokað fyrir aðgang hans. Yfirkjörstjórn gæti hins vegar staðfest hvenær hann hefði skráð sig inn í kerfið. Uppfært kl. 17:20: Yfirkjörstjórn fundar Vísir náði tali af Kristínu Edwald, formanni yfirkjörstjórnar flokksins, sem staðfesti að kvörtunin hefði borist. Hún vildi ekki segja neitt annað um málið því yfirkjörstjórnin færi nú yfir það á fundi. Guðlaugur sagður nota félagaskrá 2006 Svipað mál kom upp í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2006 þegar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi starfsmaður flokksins, hélt því fram að Guðlaugur hefði einn haft aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörinu. Guðlaugur náði þá öðru sæti í prófkjörinu. Sjá einnig: Guðlaugur einn með nýja skrá.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00