Innlent

Kara Guð­rún Mel­stað er látin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kara lést á heimili sínu í gær. 
Kara lést á heimili sínu í gær.  Getty

Kara Guðrún Melstað lést á heimili sínu í Þýskalandi í gær, 61 árs að aldri. Kara hafði verið búsett um árabil í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands í handbolta.

Akureyri.net greinir frá þessu. Kara fæddist á Akureyri þann 22. september 1959 og starfaði lengst af sem kennari við Gagnfræðiskólann á Akureyri. Kara hafði glímt við veikindi undanfarið og lést hún í faðmi fjölskyldu sinnar.

Kara lætur eftir sig eiginmann sinn Alfreð og börnin þeirra þrjú, þau Elfar, Aðalheiði og Andra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×