Innlent

Segir gosið malla áfram líkt og síðustu vikur

Atli Ísleifsson skrifar
Nú eru liðnir 73 dagar frá því að gosið hófst í Fagadalsfjalli.
Nú eru liðnir 73 dagar frá því að gosið hófst í Fagadalsfjalli. Vísir/Vilhelm

Ekki hafa orðið miklar breytingar á gosinu í Fagradalsfjalli og er bæði virknin og óróinn svipuð og verið hefur síðustu daga og vikur. „Þetta mallar bara áfram.“

Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, jarðvísindamaður á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu í morgun.

Elísabet segir að næturvakt hjá Veðurstofunni hafi tekið eftir að smá spýja hafi komið meðfram hraunjaðrinum, nálægt göngustígnum, en ekki náð vestari varnargarðinum.

„Þetta eru breytingar af og til, að það koma svona spýjur á mismunandi stöðum. En það er ennþá að leka niður í Meradali – bæði Meradali og Syðri-Meradali – og ennþá lekur niður í Nátthaga. Þetta mallar bara áfram,“ segir Elísabet.

Hún segir spýjur sem þessar séu að lauma sér hér og þar. „Í raun sjáum við kannski hlutina betur á nóttunni því þá sjáum við þessa glóð, samanborið við í dagsbirtu þegar við sjáum þetta kannski ekki alveg jafn vel á vefmyndavélunum.“


Tengdar fréttir

„Við höfum smá tíma“

Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst.

Hætta á að hraun loki fólk inni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×