Samkvæmt fasteignavef Vísis er eignin á tveimur hæðum, ásamt kjallara. Aðalinngangur er á 1. hæð, þar sem komið er inn í flísalagða forstofu. Þá eru stofa og borðstofa með parketi á gólfi, en úr stofunni er gengið út á suðursvalir og þaðan niður í garð.
„Eldhúsið er með nýlegum sérsmíðuðum innréttingum, það var hannað af Studio Strik og flísum á gólfi, opið er úr eldhúsi yfir í borðstofu. Gengið er upp tepplagðan stiga upp á efri hæð, þar eru 3 rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfi og baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf,“ segir meðal annars í lýsingu á eigninni.
Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um húsið, auk mynda hér að neðan.






