Lífið

Natan Dagur komst ekki í lokaúrslitin

Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Natan Dagur sló rækilega í gegn í norsku útgáfunni af The Voice.
Natan Dagur sló rækilega í gegn í norsku útgáfunni af The Voice. Skjáskot

Þátttöku íslenska söngvarans Natans Dags Benediktssonar í norsku útgáfu hæfileikakeppninnar The Voice lauk í kvöld. Hann var einn fjögurra keppenda í lokaþættinum en hann komst ekki áfram í lokaúrslitin.

Lokaþáttur The Voice á norsku sjónvarpsstöðinni TV2 er í kvöld. Natan Dagur fékk ekki nógu mörg atkvæði í áhorfendakosningu til þess að verða annar af tveimur keppendunum sem berjast um endanlegan sigur.

Benedikt Viggósson, faðir Natans Dags, segir Vísi að sonur sinn sé glaður frammistöðu sína í kvöld og með að hafa komist alla leið í úrslitakvöldið.

Natan Dagur, sem er 21 árs gamall, flutti lagið „Lost on You“ með Lewis Capaldi á lokakvöldinu. Norskir veðbankar töldu hann líklegastan til sigurs fyrir úrslitakvöldið. 

Hér má sjá flutning Natans Dags á laginu í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×