Menning

Höfundur Gráðugu lirfunnar er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Eric Carle árið 2009. Hann klæðist derhúfu með mynd af Gráðugu lirfunni.
Eric Carle árið 2009. Hann klæðist derhúfu með mynd af Gráðugu lirfunni. Getty

Bandaríski rithöfundurinn og teiknarinn Eric Carle er látinn, 91 árs að aldri. Carle skrifaði og myndskreytti rúmlega sjötíu barnabækur en er þekktastur fyrir bókina um Gráðugu lirfuna (e. The Very Hungry Caterpillar).

Bókin var fyrst gefin út árið 1969 og fjallar um liftu sem étur epli, peru, tertu og pylsur og breytist að lokum í fallegt fiðrildi.

Bókin er einungis 224 orð að lengd en er talin eins af klassískum verkum barnabókmennta. Hefur bókin selst í rúmlega 30 milljónir eintaka og verið þýdd á rúmlega sextíu tungumál, þar á meðal íslensku.

Carle sagði í viðtali við BBC árið 2019 að til að byrja með hvorki hann né útgefandi bókarinnar náð utan um hvað það væri sem heillaði lesendur svona svakalega. 

„Með árunum hef ég hins vegar fundið fyrir því að hún fjallar um vonina, þetta er bók um von. Og það er þessi tilfinning um von sem hefur gert þetta að bók sem lesendur á öllum aldri hafa fengist til að njóta og minnast,“ sagði Carle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×