Lífið

Áslaug Arna les upp andstyggilegar athugasemdir um sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áslaug Arna fær að kenna á því í commentakerfinu.
Áslaug Arna fær að kenna á því í commentakerfinu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, mætti í Brennsluna í morgun og las upp andstyggilegar athugasemdir sem skrifaðar hafa verið um hana á veraldarvefnum.

Sennilega orð sem fólk myndi líklega ekki geta sagt við Áslaugu í persónu.

Hér að neðan má lesa athugasemdirnar sem Áslaug las upp.

„Hvað hefur dómsmálaráðherra að gera yfir gosstöðvunum. Hún er stolt af því að misnota aðstöðu sína. Ætti að vera heima að störa kampavín í slopp frekar en að vera á alþingi.“

„Var farið að krauma í skinkunni á henni þarna yfir gosstöðvunum.“

„Hrokinn er hennar stærsta vandamál. Hún ætti frekar að halda sig á djamminu og leyfa hæfara fólki að stjórna landinu.“

„Sinntu vinnunni þinni og gerðu eitthvað fyrir aldraða og öryrkja og hættu að láta skutla þér um allt á þyrlum.“

„Áslaug Arna er ráðherra eingöngu vegna þess að hún er kona. Hún veit ekki neitt og þarf að afla sér upplýsinga um allt.“

„Áslaug kaupir lúxusíbúð með hjálp Samherja sennilega. Fylgdi ekki örugglega þyrlupallur.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.