Allt annað líf að fá að standa berskjaldaður andspænis kúnnunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 21:15 Björn Árnason, eigandi Skúla Craft Bar, er í skýjunum með næstu skref í afléttingu samkomutakmarkana. vísir Ætla má að veitingahúsa- og bareigendur landsins hafi margir hverjir séð tilefni til að gleðjast í dag yfir boðuðum tilslökunum á sóttvarnareglum. Það er Björn Árnason, eigandi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að afgreiða fólk grímulaus. „Það er allt annað, þegar þú ert að veita þjónustu, að geta horft framan í fólk. Þú sérð aldrei framan í fólkið þegar það er með grímu. Þetta er allt önnur upplifun að fá að afgreiða fólk þegar þú ert með andlitið alveg berskjaldað,“ Björn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segist hafa fundið fyrir þverrandi þolinmæði fólks fyrir grímunum, bæði meðal viðskiptavina sinna og starfsfólks. Mikil breyting fyrir veitingahús og bari Fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda voru kynntar í dag og má segja að þar hafi verið horft sérstaklega til veitingahúsa- og bareiganda. Þegar nýjar reglur taka gildi næsta þriðjudag mega 150 manns koma saman í einu og hefur fjarlægðarreglan færst úr tveimur metrum í einn inni á veitingastöðum og börum. Veitingamenn geta þannig fullnýtt rými sín á ný. Opnunartími staðanna hefur einnig verið lengdur til miðnættis en þeir mega þó ekki hleypa nýjum gestum inn eftir klukkan ellefu. „Það munar rosa miklu. Við erum náttúrulega ekki búin að fá að fullnýta opnunartímann síðan í mars í fyrra þannig það gerir rosalega mikið – allir þessir aukaklukkutímar sem maður fær fyrir reksturinn. Þá koma inn aukatekjur og starfsfólk fær aukatekjur og svo framvegis,“ segir Björn. Viðtalið við Björn má sjá í heild sinni hér að neðan: Helstu breytingar sem taka gildi 25. maí: Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Börn fædd 2015 og verða áfram undanþegin. Nándarregla: Tveggja metra nándarmörk verða áfram meginregla nema á veitingastöðum, sitjandi viðburðum, í skólastarfi og á sund- og baðstöðum þar sem nándarmörkin verða einn metri. Grímuskylda: Létt verður á grímuskyldu og hún fellur m.a. niður í verslunum og á vinnustöðum. Einungis er gerð krafa um grímu á sitjandi viðburðum, s.s. leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Einnig er skylt að bera grímu vegna þjónustu sem krefst mikillar nándar, t.d. á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Heilbrigðisstofnanir geta gert ríkari kröfur um grímunotkun. Sund- og baðstaðir, tjaldstæði, skíðasvæði og söfn mega opna fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í stað kröfu um 75% áður. Líkamsræktarstöðvar mega opna miðað við leyfilegan hámarksfjölda gesta, í stað 75%, en þó þannig að ekki séu fleiri en 150 manns í hverju rými. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Veitingar, þ.m.t. vínveitingar heimilar í hléi. Hér gildir grímuskylda. Verslanir: Enginn hámarksfjöldi verður á viðskiptavinum í verslunum í stað 200 manns. Áfram verður þó regla um fjölda viðskiptavina á fermetra. Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 22 til kl. 23. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Skólastarf: Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi fellur brott. Þess í stað gilda um skólastarf almennar reglur um samkomutakmarkanir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
„Það er allt annað, þegar þú ert að veita þjónustu, að geta horft framan í fólk. Þú sérð aldrei framan í fólkið þegar það er með grímu. Þetta er allt önnur upplifun að fá að afgreiða fólk þegar þú ert með andlitið alveg berskjaldað,“ Björn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segist hafa fundið fyrir þverrandi þolinmæði fólks fyrir grímunum, bæði meðal viðskiptavina sinna og starfsfólks. Mikil breyting fyrir veitingahús og bari Fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda voru kynntar í dag og má segja að þar hafi verið horft sérstaklega til veitingahúsa- og bareiganda. Þegar nýjar reglur taka gildi næsta þriðjudag mega 150 manns koma saman í einu og hefur fjarlægðarreglan færst úr tveimur metrum í einn inni á veitingastöðum og börum. Veitingamenn geta þannig fullnýtt rými sín á ný. Opnunartími staðanna hefur einnig verið lengdur til miðnættis en þeir mega þó ekki hleypa nýjum gestum inn eftir klukkan ellefu. „Það munar rosa miklu. Við erum náttúrulega ekki búin að fá að fullnýta opnunartímann síðan í mars í fyrra þannig það gerir rosalega mikið – allir þessir aukaklukkutímar sem maður fær fyrir reksturinn. Þá koma inn aukatekjur og starfsfólk fær aukatekjur og svo framvegis,“ segir Björn. Viðtalið við Björn má sjá í heild sinni hér að neðan: Helstu breytingar sem taka gildi 25. maí: Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Börn fædd 2015 og verða áfram undanþegin. Nándarregla: Tveggja metra nándarmörk verða áfram meginregla nema á veitingastöðum, sitjandi viðburðum, í skólastarfi og á sund- og baðstöðum þar sem nándarmörkin verða einn metri. Grímuskylda: Létt verður á grímuskyldu og hún fellur m.a. niður í verslunum og á vinnustöðum. Einungis er gerð krafa um grímu á sitjandi viðburðum, s.s. leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Einnig er skylt að bera grímu vegna þjónustu sem krefst mikillar nándar, t.d. á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Heilbrigðisstofnanir geta gert ríkari kröfur um grímunotkun. Sund- og baðstaðir, tjaldstæði, skíðasvæði og söfn mega opna fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í stað kröfu um 75% áður. Líkamsræktarstöðvar mega opna miðað við leyfilegan hámarksfjölda gesta, í stað 75%, en þó þannig að ekki séu fleiri en 150 manns í hverju rými. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Veitingar, þ.m.t. vínveitingar heimilar í hléi. Hér gildir grímuskylda. Verslanir: Enginn hámarksfjöldi verður á viðskiptavinum í verslunum í stað 200 manns. Áfram verður þó regla um fjölda viðskiptavina á fermetra. Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 22 til kl. 23. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Skólastarf: Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi fellur brott. Þess í stað gilda um skólastarf almennar reglur um samkomutakmarkanir.
Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Börn fædd 2015 og verða áfram undanþegin. Nándarregla: Tveggja metra nándarmörk verða áfram meginregla nema á veitingastöðum, sitjandi viðburðum, í skólastarfi og á sund- og baðstöðum þar sem nándarmörkin verða einn metri. Grímuskylda: Létt verður á grímuskyldu og hún fellur m.a. niður í verslunum og á vinnustöðum. Einungis er gerð krafa um grímu á sitjandi viðburðum, s.s. leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Einnig er skylt að bera grímu vegna þjónustu sem krefst mikillar nándar, t.d. á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Heilbrigðisstofnanir geta gert ríkari kröfur um grímunotkun. Sund- og baðstaðir, tjaldstæði, skíðasvæði og söfn mega opna fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í stað kröfu um 75% áður. Líkamsræktarstöðvar mega opna miðað við leyfilegan hámarksfjölda gesta, í stað 75%, en þó þannig að ekki séu fleiri en 150 manns í hverju rými. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Veitingar, þ.m.t. vínveitingar heimilar í hléi. Hér gildir grímuskylda. Verslanir: Enginn hámarksfjöldi verður á viðskiptavinum í verslunum í stað 200 manns. Áfram verður þó regla um fjölda viðskiptavina á fermetra. Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 22 til kl. 23. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Skólastarf: Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi fellur brott. Þess í stað gilda um skólastarf almennar reglur um samkomutakmarkanir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira