Innlent

Lægri laun ekki for­senda rekstrarins

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar.
Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar.

Ó­vissa ríkir um fram­tíðar­kjör starfs­manna Öldrunar­heimila Akur­eyrar eftir að Heilsu­vernd Hjúkrunar­heimili tók við rekstri þeirra af Akur­eyrar­bæ um síðustu mánaða­mót. Við­ræður um nýja kjara­samninga starfs­manna milli stéttar­fé­laga þeirra og Heilsu­verndar Hjúkrunar­heimilis á Akur­eyri eru á frum­stigi en Teitur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Heilsu­verndar, segir að fyrir­tækið þurfi að semja upp á nýtt.

Það vakti nokkra at­hygli í lok síðasta mánaðar þegar Ást­hildur Sturlu­dóttir, bæjar­stjóri Akur­eyrar, sagði í sam­tali við miðilinn N4 að hún gerði ráð fyrir því að kjör starfs­manna yrðu verri á nýjum kjara­samningum. Kjara­samningar einka­fyrir­tækja í heil­brigðis­þjónustu við stéttar­fé­lögin eru al­mennt verri en sveitar­fé­laganna.

Björn Snæ­björns­son, for­maður Starfs­greina­sam­bandsins (SGS) og stéttar­fé­lagsins Einingar-Iðju, sem er stéttar­fé­lag flestra starfs­manna Öldrunar­heimilanna, lýsti furðu sinni á orðum bæjar­stjórans og þótti þau vond skila­boð inn í samninga­við­ræður sem ekki voru hafnar.

Teitur segist ekki geta tjáð sig um hvernig hann hugsi sér að nýir samningar verði:

„Það er ekki meiningin að breyta þessu eitt­hvað stór­kost­lega en við getum ekki verið á kjara­samningi sveitar­fé­laganna á­fram enda ekki slíkur aðili.“

Greiða enga leigu

Við­ræður um nýja kjara­samninga við stéttar­fé­lögin hefjast að hans sögn lík­lega á næstu vikum.

Í fyrr­nefndu við­tali bæjar­stjórans við N4 kom þá fram það við­horf hennar að launa­lækkanir starfs­fólks Öldrunar­heimilanna væru for­sendur þess að reksturinn, sem Akur­eyrar­bær kvaðst ekki geta sinnt lengur, stæði undir sér:

„Starfsmannaveltan er mikil og nýtt starfsfólk fer á nýja kjarasamninga þegar það er ráðið til starfa. Kostnaðurinn við reksturinn lækkar því mjög fljótlega, þegar nýtt fólk er ráðið inn á öðrum kjarasamningum,“ sagði Ásthildur.

Teitur segir þetta þó ekki for­sendu þess að Heilsu­vernd hafi getað séð fyrir sér að reka Öldrunar­heimilin á meðan Akur­eyrar­bær vildi ekki gera það. „Við sjáum fyrir okkur að það séu ein­hverjar breytingar í far­vatninu til dæmis í fjár­veitingum enda verið sýnt fram á van­fjár­mögnun rekstrar hjúkrunar­heimila. Þá erum við ekki að greiða leigu fyrir hús­næðið.“

Það hafi vegið einna þyngst í á­kvörðuninni um að taka við starf­seminni. Það munar miklu að greiða ekki leigu út úr rekstrinum.

„Síðan sjáum við tæki­færi til sam­þættingar í þeirri heil­brigðis­þjónustu sem við rekum og að geta nýtt starfs­fólk og reynslu í þeim verk­efnum sem við sinnum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×