Sport

Dag­skráin í dag: Pepsi Max deild karla heldur á­fram og stórir leikir á bæði Ítalíu og Spáni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR heimsækir Árbæinn í kvöld.
KR heimsækir Árbæinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er leikið þétt í Pepsi Max deild karla þessa dagana og þá bjóðum við upp á leiki frá Spáni og Ítalíu ásamt golfi og rafíþróttum.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 hefst upphitun fyrir leik Fylkis og KR í Pepsi Max deild karla. Útsending fyrir leikinn efst svo 19.05. Að leiknum loknum, klukkan 21.15 hefst Pepsi Max Stúkan þar sem farið verður yfir leikinn sem og leik Leiknis Reykjavíkur og KA sem fram fer á Dalvík.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.25 er leikur Cagliari og Fiorentina á dagskrá í Seria A. Að honum loknum, klukkan 18.40 er komið að leik Ítalíumeistara Inter Milan og Roma.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.55 er komið að leik Sevilla og Valencia í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Klukkan 19.55 er svo komið að leik Atlético Madrid og Real Sociedad en heimamenn eru á toppi deildarinnar og í harðri baráttu við nágranna sína í Real sem og Barcelona um spænska meistaratitilinn.

Stöð 2 Golf

Klukkan 12.30 hefst Breska meistaramótið en það er hluti af Evrópumótaröðinni.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 12.30 heldur útsending frá MSI 2021 áfram en þar er keppt í leiknum League of Legends.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.