Þetta er samkvæmt vefsíðunni Eurovisionworld, sem eins og nafnið gefur til kynna er tileinkuð keppninni.
Það er ekki úr vegi að ætla að fyrsta æfing íslenska hópsins í Ahoy-höllinni í Rotterdam hafi þarf haft sitt að segja, en hún fór fram fyrr í dag. Þar kom meðal annars í ljós að sveitin mun í keppninni brúka hljóðfæri sem hún hefur ekki notað áður, til að mynda bogið píanó.
Æfingunni virðist hafa verið vel tekið en þessa stundina er Ísland talið eiga um níu prósenta líkur á sigri. Í efsta sæti Eurovisionworld situr franska framlagið með átján prósenta sigurlíkur. Þar á eftir koma Malta og Sviss.