Erlent

Yfirbyggðir sjúkrasleðar hjá danska hernum á Grænlandi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sjúkrasleðinn er dreginn áfram af hefðbundnum vélsleða. Gæti svona tæki gagnast á Íslandi?
Sjúkrasleðinn er dreginn áfram af hefðbundnum vélsleða. Gæti svona tæki gagnast á Íslandi? Mynd/Arktisk Kommando

Danski herinn á Grænlandi, Arktisk Kommando, hefur tekið þrjá sjúkrasleða til notkunar á afskekktum svæðum þessarar strjálbýlu nágrannaeyju Íslands. Sleðunum er ætlað að auka öryggi danskra hermanna, þar á meðal Síríus-sérsveitarinnar, en einnig vísindamanna og annarra á ferð um hrjóstrugar slóðir fjarri byggðum.

Sjúkrasleðinn er upphitaður og nægilega rúmgóður til að annar einstaklingur geti verið inni í sleðanum með sjúklingnum til að hlúa að honum.Mynd/Arktisk Kommando

Sleðarnir verða staðsettir í bækistöðvum hersins á norðaustur Grænlandi, í Meistaravík, Daneborg og Station Nord. Þeir ganga ekki fyrir eigin vélarafli heldur eru hefðbundnir vélsleðar notaðir til að draga þá áfram í snjónum eða eftir ísbreiðum.

„Þannig má fljótt sækja slasaðan einstakling og flytja um lengri vegalengdir,“ segir í frétt danska hersins.

Sleðinn var prófaður í vetur á svæðinu við Scoresbysund norðan Íslands.Mynd/Arktisk Kommando

Til að varna því að sjúklingur ofkælist í flutningi um ískaldar norðurslóðir eru sleðarnir yfirbyggðir og með olíukyntri miðstöð til að halda sjúkrarýminu hlýju. Þar er einnig rými fyrir annan einstakling til að hlúa að sjúklingnum meðan á flutningi stendur, lækni, sjúkraliða eða annan stuðningsaðila.

Sleðarnir eru af gerðinni Trailander Shuttle Rescue. Sérstök áhersla er lögð á góða fjöðrun til að hlífa sjúklingi sem mest við hristingi og höggum þegar ekið er yfir ójöfnur. Sleðinn var prófaður í byrjun ársins á svæðinu í kringum Meistaravík á vetraræfingu Síríus-sveitarinnar.


Tengdar fréttir

Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi

Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.