Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Snorri Másson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Heiðmörk þar sem er mikill og illviðráðanlegur sinubruni. Tökumaður okkar hefur verið á svæðinu frá því á fimmta tímanum og við fáum að sjá alveg nýjar myndir frá svæðinu auk þess sem Heimir Már, fréttamaður okkar, verður á staðnum að lýsa aðstæðum.

Hugsanleg ítök skipulagðra erlendra glæpahópa hér á landi er talin ógn við borgarana, en af þessu hafa yfirvöld miklar áhyggjur eins og fjallað hefur verið um ítarlega í Kompás. Áfram verður fjallað um málið í kvöldfréttum okkar, en ekkja hins myrta í Rauðagerðismálinu hefur tjáð sig um hinn voveiflega atburð og við fáum að heyra hvaða leiðir dómsmálaráðherra telur unnt að fara til að tryggja öryggi fólksins í landinu.

Heilbrigðisráðherra býst við að hægt verði að slaka töluvert á sóttvarnaaðgerðum undir lok næstu viku. Hvað bólusetningar varðar er stefnt að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku og alltaf eru að koma fram nýjar upplýsingar um þá hópa sem mega eiga von á tilkynningu.

Þá kemur Kristján Már með sjóðheit tíðindi frá eldgosasvæðinu í Geldingadölum og svo fáum við að sjá mjög sæta krakka á Laufásborg syngja ítalska klassík.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum stöðvum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.