Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá nýju reiknilíkani frá Íslenskri erfðagreiningu sem spáir fyrir um hvenær búið verður að ná hjarðónæmi gegn covid 19 á Íslandi samhliða auknum bólusetningum og förum yfir stöðuna í faraldrinum með sóttvarnalækni.

Þá eru óveðursský að safnast á lofti í verðbólgumálum en verðbólga mældist 4,6 prósent í þessum mánuði. Það er ríflega tveimur prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og því gæti hann farið að huga að hækkun vaxta til að slá á þensluna sem aðallega er rakin til mikillar hækkunar á húsnæðisverði. 

Við kíkjum einnig í nýtt og glæsilegt baðhús í Kópavogi. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan átján þrjátíu. Hægt er að hlusta á fréttatímann í spilaranum hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×