„Kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2021 07:01 Salka Sól varð fyrir miklu einelti á sínum tíma. Söng- og leikkonan Salka Sól Eyfeld hefur verið fyrirferðarmikil í skemmtanabransanum hér á landi í nokkur ár. Hún er með betri söngkonum landsins og einnig náð langt sem leikkona. Hennar nýjasta ástríða er að prjóna en Salka er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Salka segir að rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast. Í grunnskóla varð Salka Sól fyrir einelti sem endaði með því að hún færði sig um skóla. Hún upplifði að pressan væri á henni að breyta sjálfri sér en ekki að kerfið ynni að því að breyta umhverfi hennar. Unglingsárin voru ekki frábær í hennar lífi, en loksins fann hún sig í framhaldsskóla og upp úr tvítugu. Ég átti alltaf að laga mig „Það var tekin ákvörðun um að ég myndi hætta í skólanum mínum í Kópavogi og ég færi í Tjarnarskóla. Þetta voru aðeins aðrir tímar og mér fannst alltaf eins og það ætti að laga mig og laga hvernig ég var. Ég var svo léleg að eignast vini og léleg að vera í hópi. Í staðin fyrir að reyna laga heildina,“ segir Salka sem bætir við að svona sé ekki tekið á málunum í dag. „Ég fann mig í raun samt ekkert fyrir en í menntaskóla og jafnvel ekki fyrr en eftir menntaskóla. Mér fannst í raun ekkert gaman fyrr en eftir tvítugt. Mér fannst leiðinlegt í menntaskóla, leiðinlegt að læra en gaman í félagslífinu.“ Hún segist hafa verið mjög brotin og óörugg eftir að hafa lent í einelti í grunnskóla. „Eitthvað í mér, þegar ég var mætt á forsíður blaðanna og í sjónvarpinu og svona, var pínu að reka upp fingurinn á þetta lið sem lagði mig í einelti. Ég verð bara að viðurkenna það að stundum langaði mig bara meira að verða fræg til að segja þeim öllum að fokka sér. Ég man að þetta var orðið svo yfirþyrmandi tilfinning að ég skammaðist mín fyrir að hugsa svona. Ég fór til sálfræðings á þessum tíma til að gera upp einelti. Af því að þessi hugsun var orðin svo sterk að ég fattaði að þetta væri enn þá að hafa svona mikil áhrif á mig og vildi ekki taka þetta út í lífið.“ Salka segist hafa verið mjög stressuð fyrst fyrir því að fara í viðtöl því hún vildi ekki að neitt myndi vita að hún hefði verið lögð í einelti. „Mér fannst það var veikur punktur á mér og ég kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti og gerði það í mörg ár.“ Í þættinum opnar Salka sig einnig um óútskýrða ófrjósemi en hún á í dag dóttur með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni. Þau þurftu að fara í gegnum langt ferli til að eignast dóttur sína og að lokum fór hún í tæknifrjóvgun sem heppnaðist í fyrstu tilraun. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
Hún er með betri söngkonum landsins og einnig náð langt sem leikkona. Hennar nýjasta ástríða er að prjóna en Salka er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Salka segir að rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast. Í grunnskóla varð Salka Sól fyrir einelti sem endaði með því að hún færði sig um skóla. Hún upplifði að pressan væri á henni að breyta sjálfri sér en ekki að kerfið ynni að því að breyta umhverfi hennar. Unglingsárin voru ekki frábær í hennar lífi, en loksins fann hún sig í framhaldsskóla og upp úr tvítugu. Ég átti alltaf að laga mig „Það var tekin ákvörðun um að ég myndi hætta í skólanum mínum í Kópavogi og ég færi í Tjarnarskóla. Þetta voru aðeins aðrir tímar og mér fannst alltaf eins og það ætti að laga mig og laga hvernig ég var. Ég var svo léleg að eignast vini og léleg að vera í hópi. Í staðin fyrir að reyna laga heildina,“ segir Salka sem bætir við að svona sé ekki tekið á málunum í dag. „Ég fann mig í raun samt ekkert fyrir en í menntaskóla og jafnvel ekki fyrr en eftir menntaskóla. Mér fannst í raun ekkert gaman fyrr en eftir tvítugt. Mér fannst leiðinlegt í menntaskóla, leiðinlegt að læra en gaman í félagslífinu.“ Hún segist hafa verið mjög brotin og óörugg eftir að hafa lent í einelti í grunnskóla. „Eitthvað í mér, þegar ég var mætt á forsíður blaðanna og í sjónvarpinu og svona, var pínu að reka upp fingurinn á þetta lið sem lagði mig í einelti. Ég verð bara að viðurkenna það að stundum langaði mig bara meira að verða fræg til að segja þeim öllum að fokka sér. Ég man að þetta var orðið svo yfirþyrmandi tilfinning að ég skammaðist mín fyrir að hugsa svona. Ég fór til sálfræðings á þessum tíma til að gera upp einelti. Af því að þessi hugsun var orðin svo sterk að ég fattaði að þetta væri enn þá að hafa svona mikil áhrif á mig og vildi ekki taka þetta út í lífið.“ Salka segist hafa verið mjög stressuð fyrst fyrir því að fara í viðtöl því hún vildi ekki að neitt myndi vita að hún hefði verið lögð í einelti. „Mér fannst það var veikur punktur á mér og ég kenndi í raun sjálfri mér um það að hafa verið lögð í einelti og gerði það í mörg ár.“ Í þættinum opnar Salka sig einnig um óútskýrða ófrjósemi en hún á í dag dóttur með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni. Þau þurftu að fara í gegnum langt ferli til að eignast dóttur sína og að lokum fór hún í tæknifrjóvgun sem heppnaðist í fyrstu tilraun.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira