Freydís, Jón og Snæbjörn hlutu barnabókaverðlaun Reykjavíkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2021 16:20 Verðlaunahafar ásamt borgarstjóra fyrir utan Höfða í dag. Reykjavíkurborg Freydís Kristjánsdóttir, Jón St. Kristjánsson og Snæbjörn Arngrímsson hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021 fyrir bækurnar Sundkýrin Sæunn, Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 3 og Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin í Höfða nú síðdegis við fámenna athöfn sem var streymt á Facebook síðu Reykjavíkur. Barnabókaverðlaunin eru veitt í þremur flokkum bóka fyrir börn og ungmenni; flokki frumsaminna bóka, flokki myndlýsinga og flokki þýðinga. Þetta eru elstu barnabókverðlaun á Íslandi en þau voru fyrst veitt árið 1973 á vegum fræðsluyfirvalda í Reykjavík. Árið 2016 voru Dimmalimm myndlýsingaverðlaunin felld undir Barnabókaverðlaunin og urðu flokkarnir þá þrír. Verðlaunafé er 350.000 kr. í hverjum flokki. Í ár fékk dómnefnd 116 bækur, sem komu út á árinu 2020 til skoðunar, en nefndin er skipuð þeim Tinnu Ásgeirsdóttur, formanni, Ásmundi Kristberg Örnólfssyni, Guðrúnu Láru Pétursdóttur, Karli Jóhanni Jónssyni og Valgerði Sigurðardóttur. Fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki og hefur valnefnd nú skorið úr um hvaða höfundar og þýðandi hljóta verðlaunin. Freydís Kristjánsdóttir hlýtur Barnabókaverðlaunin fyrir myndlýsingar í bókinni Sundkýrin Sæunn. Sögur útgáfa gaf út. Í rökstuðningi valnefndar segir meðal annars: Myndir Freydísar eru listilega unnar, hrífandi og vinna vel með textanum og hvort tveggja vísar á skemmtilegan hátt í sígildar íslenskar barna- og þjóðsögur. Myndirnar eru í raunsæisstíl, unnar með vatns-/gvasslitum, og ber færni Freydísar vitni. Hún hefur frábært vald á þeim miðli sem hún hefur valið sér og um leið mikla næmni við að túlka dýr og menn. Jón Stefán Kristjánsson hlýtur Barnabókaverðlaun fyrir þýðingu sína á bókinni Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 3 eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring. Angústúra gaf út. Í rökstuðningi valnefndar segir meðal annars: Þýðandinn glímir við afar fjölbreytt verkefni í þessari sögu. Hann þarf ekki aðeins að búa til skapandi staðarheiti á borð við Brjálivíu og Plastgerði og nýyrði eins og Blappír og Brús-ís, hann þarf líka að þýða fjölda uppskrifta og myndasagna og halda takti í iðandi frásögn sem lýtur sínum eigin lögmálum. Allt ferst þetta honum afar vel úr hendi. Hann fangar einstök blæbrigði verksins og skilar bæði sorgum og sigrum Brjálínu til íslenskra lesenda á lipru og leikandi máli svo unun er að lesa. Snæbjörn Arngrímsson hlýtur Barnabókaverðlaunin fyrir bestu frumsömdu bókina á liðnu ári, Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf. Vaka-Helgafell gaf út. Í rökstuðningi valnefndar segir meðal annars: Höfundur fer ákaflega létt með að véla lesandann inn í söguheiminn með lágstemmdum stíl og meitlaðri persónusköpun. Snæbjörn ber virðingu fyrir ungum lesendum og skilur margt eftir handa þeim til að ráða úr í textanum og lesa á milli línanna. En fyrir þá sem eru styttra á veg komnir standa fléttan og spennan fyllilega fyrir sínu og bókin á því erindi til margra. Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf er fágað verk sem skilur eftir löngun hjá lesanda að fylgja Millu og Guðjóni á vit nýrra ævintýra. Tilnefndar bækur Eftirtaldar bækur voru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021 auk verðlaunabókanna: Myndlýsingar í barnabók Hestar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring. Angústúra gaf út. Hvíti björn og litli maur eftir José Federico Barcelona og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur. Salka gaf útNóra eftir Birtu Þrastardóttur. Angústúra gaf út. Sjáðueftir Áslaugu Jónsdóttur. Mál og menning gaf út. Þýddar bækur Danskvæði um söngfugla og slöngur eftir Suzanne Collins. Þýðandi Magnea J. Matthíasdóttir. JPV gaf út. Múmínálfarnir - Seint í nóvember eftir Tove Jansson. Þýðandi Þórdís Gísladóttir. Mál og menning gaf út.Ókindin og Bethany eftir Jack Meggitt-Phillips. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. JPV gaf út.Villinorn 4 og 5 - Blóðkindin og Fjandablóð eftir Lene Kaaberbøl. Þýðandi Jón St. Kristjánsson. Angústúra gaf út. Bækur frumsamdar á íslensku Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Mál og menning gaf út.Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin eftir Yrsu Sigurðardóttur. Veröld gaf út.Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur. JPV gaf út.Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur. Vaka-Helgafell gaf út. Bókmenntir Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin í Höfða nú síðdegis við fámenna athöfn sem var streymt á Facebook síðu Reykjavíkur. Barnabókaverðlaunin eru veitt í þremur flokkum bóka fyrir börn og ungmenni; flokki frumsaminna bóka, flokki myndlýsinga og flokki þýðinga. Þetta eru elstu barnabókverðlaun á Íslandi en þau voru fyrst veitt árið 1973 á vegum fræðsluyfirvalda í Reykjavík. Árið 2016 voru Dimmalimm myndlýsingaverðlaunin felld undir Barnabókaverðlaunin og urðu flokkarnir þá þrír. Verðlaunafé er 350.000 kr. í hverjum flokki. Í ár fékk dómnefnd 116 bækur, sem komu út á árinu 2020 til skoðunar, en nefndin er skipuð þeim Tinnu Ásgeirsdóttur, formanni, Ásmundi Kristberg Örnólfssyni, Guðrúnu Láru Pétursdóttur, Karli Jóhanni Jónssyni og Valgerði Sigurðardóttur. Fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki og hefur valnefnd nú skorið úr um hvaða höfundar og þýðandi hljóta verðlaunin. Freydís Kristjánsdóttir hlýtur Barnabókaverðlaunin fyrir myndlýsingar í bókinni Sundkýrin Sæunn. Sögur útgáfa gaf út. Í rökstuðningi valnefndar segir meðal annars: Myndir Freydísar eru listilega unnar, hrífandi og vinna vel með textanum og hvort tveggja vísar á skemmtilegan hátt í sígildar íslenskar barna- og þjóðsögur. Myndirnar eru í raunsæisstíl, unnar með vatns-/gvasslitum, og ber færni Freydísar vitni. Hún hefur frábært vald á þeim miðli sem hún hefur valið sér og um leið mikla næmni við að túlka dýr og menn. Jón Stefán Kristjánsson hlýtur Barnabókaverðlaun fyrir þýðingu sína á bókinni Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 3 eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring. Angústúra gaf út. Í rökstuðningi valnefndar segir meðal annars: Þýðandinn glímir við afar fjölbreytt verkefni í þessari sögu. Hann þarf ekki aðeins að búa til skapandi staðarheiti á borð við Brjálivíu og Plastgerði og nýyrði eins og Blappír og Brús-ís, hann þarf líka að þýða fjölda uppskrifta og myndasagna og halda takti í iðandi frásögn sem lýtur sínum eigin lögmálum. Allt ferst þetta honum afar vel úr hendi. Hann fangar einstök blæbrigði verksins og skilar bæði sorgum og sigrum Brjálínu til íslenskra lesenda á lipru og leikandi máli svo unun er að lesa. Snæbjörn Arngrímsson hlýtur Barnabókaverðlaunin fyrir bestu frumsömdu bókina á liðnu ári, Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf. Vaka-Helgafell gaf út. Í rökstuðningi valnefndar segir meðal annars: Höfundur fer ákaflega létt með að véla lesandann inn í söguheiminn með lágstemmdum stíl og meitlaðri persónusköpun. Snæbjörn ber virðingu fyrir ungum lesendum og skilur margt eftir handa þeim til að ráða úr í textanum og lesa á milli línanna. En fyrir þá sem eru styttra á veg komnir standa fléttan og spennan fyllilega fyrir sínu og bókin á því erindi til margra. Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf er fágað verk sem skilur eftir löngun hjá lesanda að fylgja Millu og Guðjóni á vit nýrra ævintýra. Tilnefndar bækur Eftirtaldar bækur voru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021 auk verðlaunabókanna: Myndlýsingar í barnabók Hestar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring. Angústúra gaf út. Hvíti björn og litli maur eftir José Federico Barcelona og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur. Salka gaf útNóra eftir Birtu Þrastardóttur. Angústúra gaf út. Sjáðueftir Áslaugu Jónsdóttur. Mál og menning gaf út. Þýddar bækur Danskvæði um söngfugla og slöngur eftir Suzanne Collins. Þýðandi Magnea J. Matthíasdóttir. JPV gaf út. Múmínálfarnir - Seint í nóvember eftir Tove Jansson. Þýðandi Þórdís Gísladóttir. Mál og menning gaf út.Ókindin og Bethany eftir Jack Meggitt-Phillips. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. JPV gaf út.Villinorn 4 og 5 - Blóðkindin og Fjandablóð eftir Lene Kaaberbøl. Þýðandi Jón St. Kristjánsson. Angústúra gaf út. Bækur frumsamdar á íslensku Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Mál og menning gaf út.Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin eftir Yrsu Sigurðardóttur. Veröld gaf út.Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur. JPV gaf út.Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur. Vaka-Helgafell gaf út.
Bókmenntir Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira