Lífið

Sprenghlægileg yfirferð Bergs Ebba um samfélagsmiðla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bergur Ebbi er einn fyndnasti maður landsins. 
Bergur Ebbi er einn fyndnasti maður landsins. 

Bergur Ebbi Benediktsson mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og tók þátt í dagskrárliðinn Yfirheyrslan.

Þar svaraði hann allskonar spurningum og fengu hlustendur því að kynnast honum betur.

Hann segist sjálfur vera sá ófyndnasti í Mið-Íslandi. Hans mesta fíkn er í raun spennufíkn.

„Ég er svona dæmigerð týpa að taka upp á því að mála veggina heima fimm tímum fyrir matarboð,“ segir Bergur.

Það klikkaðasta sem hann hefur gert á sinni ævi var að fara einn til Rússlands aðeins sautján ára.

Undir lokin fer Bergur Ebbi yfir samfélagsmiðla og lýsir þeim á sinn einstaka hátt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.