Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Von er á stórum skömmtum af bóluefni AstraZeneca og Janssen í dreifingu og notkun á Íslandi í næstu viku. Gert er ráð fyrir að stærri sendingar flýti bólusetningardagatalinu um tvær til þrjár vikur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fylgst vandlega með umræðum á þingi um frumvörp ríkisstjórnarinnar sem munu leyfa hertari aðgerðir á landamærum. Við verðum í beinni frá Alþingi. Ítarlega verður farið yfir mál Derek Chauvins sem var sakfelldur fyrir morðið á George Floyd í gærkvöldi. Rætt verður við formann Black Lives Matter á Íslandi.

Í fréttatímanum segjum við einnig frá dómsmáli sem er í undibúningi gegn Landspítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra.

Þá förum við í heimsókn á Sólheima en þar ríkir mikil eftirvænting enda mun leikfélagið frumsýna ævintýraleikriti á morgun.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum stöðvum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.