Fótbolti

„Pep ætti ekki að gagnrýna aðra“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester City tapaði fyrir Leeds um helgina.
Manchester City tapaði fyrir Leeds um helgina. EPA-EFE/Tibor Illyes

Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, segir að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætti ekki að gagnrýna aðra fyrir að eyða peningum í leikmenn.

Í kvöld mætast Dortmund og City öðru sinni í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en City hafði betur í fyrri leiknum, 2-1.

Fyrir leikinn í Englandi sem fór fram í síðustu viku sagði Guardiola að menn ættu ekki að vanmeta lið Dortmund sem hefði eytt mörgum milljónum í unga og efnilega leikmenn sem og umboðsmenn þeirra.

Watzke skaut til baka á Guardiola fyrir síðari leikinn en samkvæmt City hefur eytt 770 milljónum punda í leikmenn, eða 886 milljónum evrum.

„Síðustu fimm ár hefur hann eytt næstum milljarða króna í leikmenn. Á fimm árum. Hver á möguleikann á að gera það? Hann ætti ekki að gagnrýna aðra,“ sagði Watzke í samtali við BBC.

Leikur Dortmund og City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld en upphitun fyrir leikina tvo í kvöld hefst klukkan 18.15. Þeir verða svo gerðir upp að þeim loknum.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.