Lífið

Gísli Marteinn syrgir elsku Tinna sinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tinni var fjölskyldumeðlimur í mörg ár.
Tinni var fjölskyldumeðlimur í mörg ár.

„Elsku Tinni er dáinn. Hann kvaddi í gærmorgun eftir þriggja vikna veikindi. Hann var fallegasti og besti hundur sem ég hef kynnst og við söknum hans svo ótrúlega mikið.“

Þetta skrifar sjónvarpsmaðurinn vinsæli Gísli Marteinn Baldursson í færslu á Instagram. Hundur fjölskyldunnar er dáinn en Gísli hefur sést með Tinna um alla borg í mörg ár.

Mikill söknuður. 

Gísli minnist Tinna í nokkrum færslum á miðlinum og segir þar meðan annars:

„Sýndi okkur alla króka og kima Vesturbæjarins.“

„Elskaði dótið sitt.“

„Elskaði að fá smá hluta af croissant hjá okkur á Kaffi Vest á morgnanna.“

„Okkur finnst hann hafa getað allt. Jafnvel gengið á vatni.“

„Fannst ekki gaman að vera með áramótahatt en hafði gaman af flugeldum.“

„Sá um nágrannavörslu Melhagans.“

„Baráttuhundur fyrir réttindum ferfætlinga, t.d. rétti þeirra til að fara í strætó.“

„Og nú er hann farinn þessi besti vinur okkar og það er mjög sárt en við erum þakklát fyrir allt það góða sem hann gaf okkur. Bless góði Tinni og takk fyrir allt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.