Lífið

Hús úr tveimur gámum sem hægt er að opna alveg upp á gátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Húsið er á einstökum stað og þar er stórbrotið útsýni. 
Húsið er á einstökum stað og þar er stórbrotið útsýni. 

Robbie Walker og Alice Walker hafa verið að byggja smáhýsi sitt upp í sveit við Mansfield í Ástralíu undanfarin sex ár.

Hús þeirra er nokkuð óhefðbundið en það er búið til úr tveimur gámum sem hægt er að opna upp á gátt ef vel viðrar.

Húsið er um 180 kílómetrum frá Melbourne. Parið fjárfesti í landinu með það að markmiðið að byggja framtíðarheimilið en vildu strax ráðast í það að reisa smáhýsi. Hitt húsið kæmi í framhaldinu.

Í dag leigja þau eignina út á Airbnb. Um er að ræða tvo gáma, einn fyrir svefnherbergið og annan fyrir eldhús og stofuna. Þann gám er hægt að opna upp á gátt þar sem önnur hlið hússins fer alfarið af og myndir í leiðinni sólpall.

Hér að neðan má sjá umfjöllun um eignina á YouTube-síðunni Never Too Small.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.