Sport

Nýtt Íslandsmet í kúluvarpi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Erna Sóley Gunnarsdóttir
Erna Sóley Gunnarsdóttir mynd/frí

Erna Sóley Gunnarsdóttir eignaði sér Íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss á móti í Bandaríkjunum í gærnótt.

Erna varpaði kúlunni 16,72 metra og sló þar með met Ásdísar Hjálmsdóttur sem varpað hefur kúlunni lengst 16,53 metra.

Erna keppti á Texas A&M Invitational í College Station í Texas fylki í gærnótt og sigraði mótið með yfirburðum að því er segir í fréttatilkynningu Frjálsíþróttasambands Íslands.

Erna Sóley á nú bæði Íslandsmetið innanhúss og utanhúss.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.