Umræðan um að sniðganga HM í Katar verður hærri og hærri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2021 09:00 Norska landsliðið vakti athygli fyrir bolina sem það klæddist í upphitun leikja sinna í undankeppni HM á dögunum. Quality Sport Images/Getty Images Undanfarnar vikur hafa raddir verið á kreiki að ýmsar Evrópuþjóðir séu að íhuga að sniðganga HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar undir lok árs 2022. Má þar nefna Danmörku, Noreg, Þýskaland og Holland. Aron Laxdal, dósent í íþróttafræði, vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni en hann er búsettur í Noregi. Nefnir hann fjölda ríkja innan Evrópu sem hafa gagnrýnt að mótið fari fram í Katar. 64% dana vilja nú að landsliðið sniðgangi HM, þar af 54% þeirra sem fylgja liðinu af krafti. Styrktaraðilar íhuga að hætta samstarfi. 68% þjóðverja og 66% hollendinga vilja að sín lið sniðgangi mótið. Umræðan er ekki einu sinni tekin á Íslandi. Ólgan erlendis ekki einu sinni rædd— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) April 8, 2021 „Það er mikil umræða í gangi hér í Noregi. Það er mikil og sterk grasrótarhreyfing sem hefur verið að vinda upp á sig. Stuðningsmannafélög klúbba settu þetta af stað á meðan rétthafinn, norska sjónvarpsstöðin TV2, hefur reynt að lægja öldurnar og birt hina ýmsu pistla í fjölmiðlum,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi um málið. „Það sem er svo áhugavert við þetta er að þetta kemur frá grasrótinni, og fleiri og fleiri melda sig inn eftir því sem umræðan verður meiri. Fleiri og fleiri landslið taka afstöðu í kjölfarið,“ bætti hann við. Þetta hefur svo sannarlega farið mikið fyrir þessu í Noregi og gaf landsliðið til að mynda skír skilaboð fyrir leiki sína í undankeppni HM nú á dögunum. Leikmenn hituðu upp í hvítum stuttermabolum sem stóð á „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Þá hefur Ståle Solbakken, þjálfari liðsins, ekki útilokað að Noregur sniðgangi HM fari svo að þeir vinni sér inn þátttökurétt á mótinu. Eins og Aron bendir á er umræðan einnig hávær í Danmörku. Þar er þetta þó orðið að meiru en aðeins umræðu þar sem Arbejdernes Landsbank, stærsti styrktaraðili danska knattspyrnu-sambandsins, hefur ákveðið að rifta samningi sínum við sambandið. Arbejdernes Landsbanker í eigu stéttarfélaga þar í landi og vilja þau ekki vera tengd við HM í Katar á einn eða annan hátt. Í dönskum fréttamiðlum er sagt að ákvörðunin sé viðskiptaleg til þess að koma í veg fyrri lagaflækur. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Aron Laxdal, dósent í íþróttafræði, vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni en hann er búsettur í Noregi. Nefnir hann fjölda ríkja innan Evrópu sem hafa gagnrýnt að mótið fari fram í Katar. 64% dana vilja nú að landsliðið sniðgangi HM, þar af 54% þeirra sem fylgja liðinu af krafti. Styrktaraðilar íhuga að hætta samstarfi. 68% þjóðverja og 66% hollendinga vilja að sín lið sniðgangi mótið. Umræðan er ekki einu sinni tekin á Íslandi. Ólgan erlendis ekki einu sinni rædd— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) April 8, 2021 „Það er mikil umræða í gangi hér í Noregi. Það er mikil og sterk grasrótarhreyfing sem hefur verið að vinda upp á sig. Stuðningsmannafélög klúbba settu þetta af stað á meðan rétthafinn, norska sjónvarpsstöðin TV2, hefur reynt að lægja öldurnar og birt hina ýmsu pistla í fjölmiðlum,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi um málið. „Það sem er svo áhugavert við þetta er að þetta kemur frá grasrótinni, og fleiri og fleiri melda sig inn eftir því sem umræðan verður meiri. Fleiri og fleiri landslið taka afstöðu í kjölfarið,“ bætti hann við. Þetta hefur svo sannarlega farið mikið fyrir þessu í Noregi og gaf landsliðið til að mynda skír skilaboð fyrir leiki sína í undankeppni HM nú á dögunum. Leikmenn hituðu upp í hvítum stuttermabolum sem stóð á „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Þá hefur Ståle Solbakken, þjálfari liðsins, ekki útilokað að Noregur sniðgangi HM fari svo að þeir vinni sér inn þátttökurétt á mótinu. Eins og Aron bendir á er umræðan einnig hávær í Danmörku. Þar er þetta þó orðið að meiru en aðeins umræðu þar sem Arbejdernes Landsbank, stærsti styrktaraðili danska knattspyrnu-sambandsins, hefur ákveðið að rifta samningi sínum við sambandið. Arbejdernes Landsbanker í eigu stéttarfélaga þar í landi og vilja þau ekki vera tengd við HM í Katar á einn eða annan hátt. Í dönskum fréttamiðlum er sagt að ákvörðunin sé viðskiptaleg til þess að koma í veg fyrri lagaflækur.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira