Fótbolti

Sæ­var skoraði eftir undir­búnings Eggerts í útisigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sævar Atli Magnússon hefur farið vel af stað með Brann.
Sævar Atli Magnússon hefur farið vel af stað með Brann. brann

Brann vann sinn annan útisigur í röð í norsku úrvalsdeildinni þegar liðið hafði betur gegn Tromsö, 1-2. Sævar Atli Magnússon skoraði jöfnunarmark Brann.

Strákarnir hans Freys Alexanderssonar eru í 3. sæti deildarinnar með 36 stig, sex stigum á eftir toppliði Bodö/Glimt.

Brann var undir í hálfleik en á 63. mínútu jafnaði Sævar Atli metin. Eggert Aron Guðmundsson lagði markið upp, mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka skoraði Denzel De Roeve sigurmark Brann, 1-2.

Sævar hefur skorað fimm mörk síðan hann kom til Brann frá Lyngby fyrir um mánuði.

Næsti leikur Brann er gegn AEK Larnaca í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×