Lífið

„Hélt að það myndi bókstaflega líða yfir mig“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jón Viðar Arnþórsson vakti mikla athygli í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2.
Jón Viðar Arnþórsson vakti mikla athygli í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2. Vísir/Vilhelm

Jón Viðar Arnþórsson og Sigríður Jóna Rafnsdóttir eignuðust dreng á Páskadag. Fæðingin var erfið en allt fór vel að lokum og heilsast mæðginunum vel.

Foreldrarnir eru bæði bardagakappar. Þetta er fyrsta barn Sigríðar Jónu en Jón Viðar á dreng úr fyrra sambandi. Hann tilkynnti gleðitíðindin á Facebook og lýsti fæðingunni á sinn einstaka hátt. 

„Eftir mikið stríð í 2 sólarhringa, hérna á Landspítalanum, endaði þetta með “harakiri” - samurai style. Keisaraskurði. Hef aldrei verið eins stressaður. Var farinn að hafa meiri áhyggjur af sjálfum mér en Siggu. Hélt það myndi bókstaflega líða yfir mig á skurðstofunni. 

En þvílik hetja er hún, allar þessar kvalir sem hún fór gegnum þessa tvo sólarhringa, ég hefði ekki þolað brot af þeim.“

Hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hjálpa þeim í gegnum þetta. Drengurinn var 16 merkur og 55 sentímetrar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.