Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 13:27 Fosshótel við Þórunnartún er nú sóttkvíarhótel. Öllum farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum er skylt að fara í sóttkví á hótelinu við komu sína til landsins. Vísir/Vilhelm Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. „Nóttin gekk bara ljómandi vel. Það voru ekki margir farþegar sem komu með vélinni frá Póllandi í nótt, ekki eins margir og búist var við, þannig að það gekk allt bara mjög hratt og vel fyrir sig,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. „Við erum bara í þeirri stöðu að við vitum aldrei hversu margir koma með hverri vél. Við fáum ekki þær upplýsingar fyrr en vél er lent og afgreidd. Þannig að þær tölur sem birtar voru í upphafi hafa ekki verið að standast. Við erum ekki með nema rétt rúmlega 120 manns í húsi en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfðum hefðu þær átt að vera í kringum sex hundruð,“ bætir hann við. U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem dvelja á hótelinu en fótboltakapparnir eru ekki par sáttir við að þurfa að vera þar yfir páskana. Þjálfarinn birti færslu þar sem hann sagði að eftir átta skimanir og einangrun í Ungverjalandi taki nú við dvöl í sóttkvíarhóteli fram á þriðjudag, og birti mynd af sér gefa ljósmyndara puttann með færslunni. Gylfi segir flesta þó taka þessum nýju reglum með ró. „Fólk hefur ákveðnar spurningar, að sjálfsögðu, þegar það kemur. En það er líka þannig að um leið og fólk kveikir á símanum sínum upp á velli fá þau skilaboð með öllum leiðbeiningum þannig að það ætti ekki að fara fram hjá neinum.” Gylfi segir að gert sé vel við fólk á hótelinu. „Fólk fær mat tvisvar á dag og allt slíkt. Það þarf enginn að verða svangur hjá okkur,” segir hann. Hvað með páskamatinn? „Ég hef ekki haft tíma til að skoða páskamatseðilinn en það verður eitthvað got tog páskalegt.” Þá greindi RÚV frá því í morgun að einn í sóttkvíarhótelinu hafi greinst með Covid19 í dag og hafi í framhaldinu verið fluttur í farsóttahúsið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
„Nóttin gekk bara ljómandi vel. Það voru ekki margir farþegar sem komu með vélinni frá Póllandi í nótt, ekki eins margir og búist var við, þannig að það gekk allt bara mjög hratt og vel fyrir sig,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. „Við erum bara í þeirri stöðu að við vitum aldrei hversu margir koma með hverri vél. Við fáum ekki þær upplýsingar fyrr en vél er lent og afgreidd. Þannig að þær tölur sem birtar voru í upphafi hafa ekki verið að standast. Við erum ekki með nema rétt rúmlega 120 manns í húsi en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfðum hefðu þær átt að vera í kringum sex hundruð,“ bætir hann við. U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem dvelja á hótelinu en fótboltakapparnir eru ekki par sáttir við að þurfa að vera þar yfir páskana. Þjálfarinn birti færslu þar sem hann sagði að eftir átta skimanir og einangrun í Ungverjalandi taki nú við dvöl í sóttkvíarhóteli fram á þriðjudag, og birti mynd af sér gefa ljósmyndara puttann með færslunni. Gylfi segir flesta þó taka þessum nýju reglum með ró. „Fólk hefur ákveðnar spurningar, að sjálfsögðu, þegar það kemur. En það er líka þannig að um leið og fólk kveikir á símanum sínum upp á velli fá þau skilaboð með öllum leiðbeiningum þannig að það ætti ekki að fara fram hjá neinum.” Gylfi segir að gert sé vel við fólk á hótelinu. „Fólk fær mat tvisvar á dag og allt slíkt. Það þarf enginn að verða svangur hjá okkur,” segir hann. Hvað með páskamatinn? „Ég hef ekki haft tíma til að skoða páskamatseðilinn en það verður eitthvað got tog páskalegt.” Þá greindi RÚV frá því í morgun að einn í sóttkvíarhótelinu hafi greinst með Covid19 í dag og hafi í framhaldinu verið fluttur í farsóttahúsið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04
Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01
Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36