Innlent

Allra veðra von um páskana

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Það verður hvasst sums staðar á morgun, föstudaginn langa.
Það verður hvasst sums staðar á morgun, föstudaginn langa. Vísir/Vilhelm

Í dag verður suðvestan strekkingur norðantil á landinu og sums staðar hvasst á morgun, einkum þar sem vindur stendur af fjöllum, en hægari vindur syðra. Skýjað veður, úrkomulítið og milt, en léttskýjað á Austurlandi á morgun.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, þar sem stiklað er á stóru yfir veður yfir páskahátíðina. Suðvestan 13-20 m/s og rigning á laugardag, en þurrt fyrir austan. Snýst í norðan 10-18 með snjókomu síðdegis og um kvöldið, fyrst á Vestfjörðum. Ört kólnandi veður.

Þá má búast vil ákveðinni norðanátt og éljum á páskadag, þó síst sunnanlands, og talsverðu frosti.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á föstudag (föstudagurinn langi):

Suðvestan 10-18 m/s, en yfirleitt hægari S-lands. Léttskýjað á A-verðu landinu, annars skýjað og sums staðar dálítil væta. Hiti 5 til 10 stig.

Á laugardag:

Suðvestan 13-20 og súld eða rigning, en þurrt eystra. Snýst eftir hádegi og um kvöldið í norðan og norðvestan 10-18 með snjókomu og ört kólnandi veðri, fyrst NV-til.

Á sunnudag (páskadagur):

Hvöss norðanátt og él, en þurrt að kalla sunnan heiða. Lægir V-lands um kvöldið. Frost 4 til 15 stig.

Á mánudag (annar í páskum):

Norðvestlæg átt og él, en þurrt á SA- og A-landi. Dregur úr frosti SV-lands.

Á þriðjudag:

Breytileg átt og yfirleitt þurrt, áfram kalt í veðri.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir norðanátt með éljum N- og A-lands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×