Innlent

Vélsleðaslys við Hrafntinnusker

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á hæsta forgangi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á hæsta forgangi. Vísir/Vilhelm

Vélsleðamaður slasaðist við Hrafntinnusker nú laust eftir hádegi í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og flutti manninn á Landspítalann.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort viðkomandi hafi slasast alvarlega en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var þyrlan kölluð út á hæsta forgangi.

Hrafntinnusker er á hálendi Íslands, og er almennt fyrsti viðkomustaður göngufólks um Laugaveg.

Þyrlan lenti á fjórða tímanum við Landspítalann en var kölluð út nokkrum mínútum síðar vegna bráðra veikinda á Vesturlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×