Hvítrússum endanlega neitað um þátttöku í Eurovision Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 14:17 Til vinstri má sjá Alexander Lúkasjenka. Til hægri er hins vegar Dmitry Koldun, einhver mesta Eurovision-hetja Hvíta-Rússlands, en hann náði besta árangri landsins í Eurovision frá upphafi, þegar hann lenti í 6. sæti árið 2007. Getty/Samsett Nú er ljóst að Hvíta-Rússland kemur ekki til með að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár. Upprunalegu framlagi landsins var hafnað þar sem það þótti of pólitískt. Hvítrússar brugðu þá á það ráð að senda inn annað lag. Allt kom þó fyrir ekki, lagið þótti enn of pólitískt. Hvítrússar verða því ekki með í keppninni í ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Í upprunalega laginu, sem átti að vera flutt af sveitinni Galasy Zmesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, var hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Í ljósi þessa þótti lagið, sem ber heitið ´Ya Nauchu Tebya, eða á íslensku „Ég skal kenna þér,“ of pólitískt. Í laginu var meðal annars að finna línu sem útlistast á þessa leið: „Ég skal kenna þér að hlýða.“ Nú hefur annarri tilraun sömu hljómsveitar, sem ítrekað hefur hæðst að mótmælaöldunni gegn Lúkasjenka, til að fá að vera með verið hafnað inngöngu í keppnina af sömu ástæðu. Það verður því ekkert hvítrússneskt flutt í Rotterdam, þar sem Eurovision-keppnin fer fram, dagana 18. til 22. maí. Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26 Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Hvítrússar brugðu þá á það ráð að senda inn annað lag. Allt kom þó fyrir ekki, lagið þótti enn of pólitískt. Hvítrússar verða því ekki með í keppninni í ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Í upprunalega laginu, sem átti að vera flutt af sveitinni Galasy Zmesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, var hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Í ljósi þessa þótti lagið, sem ber heitið ´Ya Nauchu Tebya, eða á íslensku „Ég skal kenna þér,“ of pólitískt. Í laginu var meðal annars að finna línu sem útlistast á þessa leið: „Ég skal kenna þér að hlýða.“ Nú hefur annarri tilraun sömu hljómsveitar, sem ítrekað hefur hæðst að mótmælaöldunni gegn Lúkasjenka, til að fá að vera með verið hafnað inngöngu í keppnina af sömu ástæðu. Það verður því ekkert hvítrússneskt flutt í Rotterdam, þar sem Eurovision-keppnin fer fram, dagana 18. til 22. maí.
Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26 Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26
Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31