Lífið

Eldur og ís mættust á gosstöðvunum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við hjá eldgosinu í Geldingadal á Reykjanesin í gær.
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við hjá eldgosinu í Geldingadal á Reykjanesin í gær. Vísir/Vilhelm

Náttúruöflin voru með veislu á Reykjanesskaganum í gær. Göngufólk fékk yfir sig töluverða snjóhríð á leið sinni að gosstöðvunum.

Vilhelm Gunnarsson fréttaljósmyndari Vísis gerði sér ferð að gosinu áður en svæðið lokaði seinnipart dags. Svæðið hefur nú verið opnað á ný og göngufólki nú hleypt inn í Geldingadal. Brot af myndum hans frá því í gær má sjá hér fyrir neðan.

Vilhelm hefur einnig verið að birta myndir á Instagram undir nafninu @vilhelmgunnarsson.Vísir/Vilhelm
Hraunið flæddi upp úr stærstu gígunum. Vísir/Vilhelm
Margir skoðuðu gosið fyrripartinn í gær þrátt fyrir snjókomuna.Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir hafa staðið vaktina á gosslóðum síðan á föstudag. Vísir/Vilhelm
Eiturgufur söfnuðust í dölum á svæðinu vegna lognsins í gær og var svæðinu því lokað.Vísir/Vilhelm
Talið er að hraunið komi beint upp úr mötli jarðar. Vísir/Vilhelm
Horft í auga gígsins.Vísir/Vilhelm
Hægt og rólega fyllist geldingadalur af hrauni. Vísir/Vilhelm
Gossvæðið hefur verið lokað síðan klukkan fimm seinnipartinn í gær en hefur nú verið opnað á ný. Vísir/Vilhelm

Vilhelm heldur úti Instagram síðu með ljósmyndum og áhugasamir geta skoðað hana HÉR.


Tengdar fréttir

Ofan í auga gígsins

Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal.

Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af

Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið.

Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu

Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.