Lífið

Billie Eilish komin með nýja hárgreiðslu og sló í leiðinni met á Instagram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Billie Eilish á Grammy-verðlaunahátíðinni um síðustu helgi þar sem hún fór heim með verðlaun. 
Billie Eilish á Grammy-verðlaunahátíðinni um síðustu helgi þar sem hún fór heim með verðlaun.  Mynd/Getty Images/Kevin Mazur

Tónlistarkonan Billie Eilish er komin með nýjan háralit og sló í leiðinni heimsmet á Instagram.

Eilish hefur að undanförnu verið með dökkt og grænt hár og hefur það einkennt hana í töluverðan tíma.

Hún aflitaði á sér hárið og er það í dag orðið ljóst. Hún birti mynd á Instagram af nýja hárinu og skrifaði við hana „klípið mig“.

Myndin er orðin sú fjórða vinsælasta í sögu Instagram og nálgast þriðja sætið óðfluga. Eilish er komin með tæp tuttugu milljón læk á myndina. Ein milljón manns höfðu líkað við myndina eftir að hún hafði verið í loftinu í sex mínútur, sem er met á Instagram en áður hafði mynd Selenu Gomez frá 26 ára afmæli hennar átt metið.

Til gamans má geta að Instagram-myndin með langflest læk er mynd af eggi sem birt var í upphafi árs 2019, gagngert til þess að ná metinu. Þegar þetta er ritað hafa tæpar 55 milljónir líkað við myndina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.