Forsetinn tók við pari við látlausa athöfn að Bessastöðum, beið ekki boðanna og smellti sér í sitt par og var hæstánægður með útkomuna.
„Mér hlotnaðist sá heiður í dag að taka við sokkapari í tilefni af mottumars Krabbameinsfélagsins í ár. Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri þess, kom færandi hendi á Bessastaði. Í ár eru sokkaplöggin með íþróttasniði, hvít og þunn svo þau henta vel til hlaupa og hvers kyns kappleikja,“ segir Guðni við tilefnið á Facebook-síðu Embættis forseta Ísland.
„Ég hvet öll þau, sem á því hafa tök, að kaupa sér mottumarssokka, t.d. í vefverslun Krabbameinsfélagsins, og styrkja þannig gott málefni.“
Sokkarnir komu, sem áður segir, fimmtudaginn 19. mars, eftir nokkrar tafir vegna Covid-heimsfaraldursins. Eru þeir nú þegar fáanlegir í vefverslun Krabbameinsfélagsins, eða í gegnum mottumars.is, og í völdum verslunum, svo sem Bónus, Lyfju, Byko, Fjarðarkaup og Hagkaup.