Innlent

Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag að litakerfi Evrópusambandsins verði tekið upp 1. maí líkt og greint var frá í janúar.

„Stjórnvöld ráða þessu á endanum en ég hef sagt sjálfur að mínar tillögur, sem ég þarf væntanlega að leggja fram þegar nær dregur, snúast um að taka þurfi meira mið af hvernig faraldurinn verður; hvernig staðan verður erlendis, hvernig staðan er á landamærunum og því sem við höfum lært af skimunum sem við höfum verið að framkvæma á landamærunum.“

En eru, að þínu mati, stökkbreytt afbrigði veirunnar ekki ákveðinn forsendubrestur gagnvart ákvörðun sem tekin var í janúar?

„Ég veit það nú ekki. Maður getur haft alls konar skoðanir á því en stjórnvöld eru bara mjög ákveðin greinilega með þetta. Auðvitað er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónustan er að miða sig við. Það er svo sem ekkert út á það að setja en auðvitað kann vel að vera að staðan verði einhvern veginn allt öðruvísi þegar nær dregur en ég svo sem ætla ekkert að spá fyrir um það. Ég vona bara að þetta gangi allt upp og að allar forsendur verði góðar og réttar.“


Tengdar fréttir

Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars

Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl.

Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum

Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni.

Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×