Gauti vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2021 07:53 Gauti Jóhannesson var um árabil sveitarstjóri Djúpavogshrepps áður en til sameiningar kom. Hann hefur gegnt embætti forseta sveitarstjórnar Múlaþings síðustu mánuði. Aðsend Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur leitt lista Sjálfstæðismanna síðustu ár en hann hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður hefur þegar tilkynnt að sækist eftir að leiða listann. Í tilkynningu frá Gauta segir að að baki ákvörðuninni um framboð sé einlægur vilji til að láta gott af sér leiða í kjördæminu, sem og sá eindregni stuðningur og hvatning sem hann hafi fengið víða að og sé þakklátur fyrir. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt meirihlutann í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi Múlaþingi frá því kosið var til sveitarstjórnar í haust. Í aðdraganda þeirrar ákvörðunar að bjóða mig fram til þings hef ég verið í góðu sambandi við samstarfsfólk mitt á svæðinu og efast ekki um að það góða fólk mun halda áfram öflugu starfi flokksins í sveitarfélaginu fari svo að ég hverfi til starfa á öðrum vettvangi. Að mínum dómi er mikilvægt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins endurspegli sem best kjördæmið allt, hafi ólíkan og fjölbreyttan bakgrunn og innsýn í þau margbreytilegu viðfangsefni sem við er að eiga hvort heldur það er í fjölmennustu þéttbýliskjörnunum eða dreifbýlinu. Í starfi mínu sem sveitarstjóri síðastliðin tíu ár, við markaðssetningu sjávarafurða og þar áður sem skólastjóri hef ég aflað aflað fjölbreyttrar og mikilvægrar reynslu sem ég tel að muni koma til góða nái ég kjöri. Áherslur mínar eru og hafa verið byggða- og atvinnumál í víðum skilningi. Þá má gera enn betur hvað varðar stafræna opinbera þjónustu til hagsbóta fyrir íbúa á landsbyggðinni. Síðast en ekki síst er ég talsmaður einföldunar á regluverki með það fyrir augum að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og auðvelda íbúum um landið allt líf og störf, en íþyngja þeim ekki. Markmið Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi er að ná þremur þingsætum í kosningunum í haust. Við eigum ekki að sætta okkur við minna. Til að það megi verða þurfum við öll að leggjast á eitt, halda á lofti þeim gildum og málefnum sem við stöndum fyrir og tala skýrt. Ég er tilbúinn að leiða sjálfstæðisfólk í Norðausturkjördæmi á þeirri vegferð,“ segir í tilkynningunni frá Gauta. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Múlaþing Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur leitt lista Sjálfstæðismanna síðustu ár en hann hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður hefur þegar tilkynnt að sækist eftir að leiða listann. Í tilkynningu frá Gauta segir að að baki ákvörðuninni um framboð sé einlægur vilji til að láta gott af sér leiða í kjördæminu, sem og sá eindregni stuðningur og hvatning sem hann hafi fengið víða að og sé þakklátur fyrir. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt meirihlutann í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi Múlaþingi frá því kosið var til sveitarstjórnar í haust. Í aðdraganda þeirrar ákvörðunar að bjóða mig fram til þings hef ég verið í góðu sambandi við samstarfsfólk mitt á svæðinu og efast ekki um að það góða fólk mun halda áfram öflugu starfi flokksins í sveitarfélaginu fari svo að ég hverfi til starfa á öðrum vettvangi. Að mínum dómi er mikilvægt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins endurspegli sem best kjördæmið allt, hafi ólíkan og fjölbreyttan bakgrunn og innsýn í þau margbreytilegu viðfangsefni sem við er að eiga hvort heldur það er í fjölmennustu þéttbýliskjörnunum eða dreifbýlinu. Í starfi mínu sem sveitarstjóri síðastliðin tíu ár, við markaðssetningu sjávarafurða og þar áður sem skólastjóri hef ég aflað aflað fjölbreyttrar og mikilvægrar reynslu sem ég tel að muni koma til góða nái ég kjöri. Áherslur mínar eru og hafa verið byggða- og atvinnumál í víðum skilningi. Þá má gera enn betur hvað varðar stafræna opinbera þjónustu til hagsbóta fyrir íbúa á landsbyggðinni. Síðast en ekki síst er ég talsmaður einföldunar á regluverki með það fyrir augum að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og auðvelda íbúum um landið allt líf og störf, en íþyngja þeim ekki. Markmið Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi er að ná þremur þingsætum í kosningunum í haust. Við eigum ekki að sætta okkur við minna. Til að það megi verða þurfum við öll að leggjast á eitt, halda á lofti þeim gildum og málefnum sem við stöndum fyrir og tala skýrt. Ég er tilbúinn að leiða sjálfstæðisfólk í Norðausturkjördæmi á þeirri vegferð,“ segir í tilkynningunni frá Gauta.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Múlaþing Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59
Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24