Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 10:42 Viðskipti Samherja í Namibíu hafa verið til náinnar skoðunnar undanfarin misseri. RÚV fullyrti í gær að skattrannsókn væri hafin í Færeyjum í tengslum við málið en Samherji neitar því. Vísir/Egill Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. Fullyrt var að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær. Vísaði það til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre varðandi ásakanir um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Fyrirtækið hefur verið sakað um að múta ráðamönnum í Afríkulandinu til að komast yfir kvóta þar. Í yfirlýsingu frá Samherja í morgun fullyrðir fyrirtækið að það hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft sagt rangt frá ummælum hans. Segist fyrirtækið hafa óskað eftir því að fréttir Ríkisútvarpsins verði leiðréttar þar sem þær byggi á „rangtúlkun og útúrsnúningi“ á ummælum Mørkøre. Engu að síður virtist Mørkøre gefa sterklega í skyn að mál Samherja gæti komið til kasta yfirvalda í þættinum. „Það er enn ekki tímabært að gefa sér neitt um niðurstöðu en það er ekki ólíklegt að málið endi hjá lögreglu,“ hefur RÚV eftir Mørkøre úr þættinum. Mørkøre brást í þættinum við heimildarmynd sem var unnin í samstarfi við fréttaskýringarþáttin Kveik á RÚV og Wikileaks og var sýnd í Færeyjum í vikunni. Í henni er fjallað um það sem eru sagðar sérkennilegar peningatilfærslur frá tveimur namibískum útgerðarfélögum Samherja til félags Samherja í Færeyjum árin 2016 og 2017. Vísir hefur sent Mørkøre fyrirspurn um hvort rannsókn fari fram á Samherja í Færeyjum. Færeyjar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Fullyrt var að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær. Vísaði það til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre varðandi ásakanir um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Fyrirtækið hefur verið sakað um að múta ráðamönnum í Afríkulandinu til að komast yfir kvóta þar. Í yfirlýsingu frá Samherja í morgun fullyrðir fyrirtækið að það hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft sagt rangt frá ummælum hans. Segist fyrirtækið hafa óskað eftir því að fréttir Ríkisútvarpsins verði leiðréttar þar sem þær byggi á „rangtúlkun og útúrsnúningi“ á ummælum Mørkøre. Engu að síður virtist Mørkøre gefa sterklega í skyn að mál Samherja gæti komið til kasta yfirvalda í þættinum. „Það er enn ekki tímabært að gefa sér neitt um niðurstöðu en það er ekki ólíklegt að málið endi hjá lögreglu,“ hefur RÚV eftir Mørkøre úr þættinum. Mørkøre brást í þættinum við heimildarmynd sem var unnin í samstarfi við fréttaskýringarþáttin Kveik á RÚV og Wikileaks og var sýnd í Færeyjum í vikunni. Í henni er fjallað um það sem eru sagðar sérkennilegar peningatilfærslur frá tveimur namibískum útgerðarfélögum Samherja til félags Samherja í Færeyjum árin 2016 og 2017. Vísir hefur sent Mørkøre fyrirspurn um hvort rannsókn fari fram á Samherja í Færeyjum.
Færeyjar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira