Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Ragnar Þór Ingólfsson í beinni útsendingu sem var endurkjörinn formaður VR með miklum meirihluta. Ragnar hlaut 63 prósent atkvæða en þátttaka í formannskjörinu var sú mesta í sögu félagsins.

Við ræðum einnig við farþega sem var í ferjunni Baldri sem var vélarvana á hafi út í sólarhring. Farþeginn segir segir fólk hafa orðið óttaslegið og lýsir erfðri reynslu.

Sóttvarnalæknir mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum. Hann hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins.

Fréttamaður okkar verður einnig á Hótel Nordica þar sem aðalfundur Icelandair fór fram í dag. Kosið var til stjórnar en margir vildu komast í stjórn. Við segjum frá niðurstöðu þeirrar kosningar.

Og stjórnvöld kynntu í dag fimm milljarða króna pakka til að skapa sjö þúsund tímabundin störf hér á landi. Rætt verður við félagsmálaráðherra og forsætisráðherra um málið.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×