Lífið

Söng lag með Kaleo og flaug áfram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Metts sló í gegn í prufunni.
Metts sló í gegn í prufunni.

Hunter Metts mætti í áheyrnarprufu í American Idol á dögunum og hafði hann í raun mætt í tvígang áður í þættina en ekki gengið nægilega vel.

Að þessu sinni flutti Metts lagið All The Pretty Girls með Kaleo og gerði það frábærlega.

Dómararnir voru það hrifnir af flutningnum að þau spáðu honum einfaldlega í tíu efstu sætin í keppninni og gæti hann hæglega farið alla leið.

Metts mætti með systur sinni í prufuna og grét hún þegar í ljós kom að bróðir hennar var kominn áfram eins og sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.