Innlent

Erla Wigelund er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Erla Wigelund stóð vaktina í Verðlistanum á árunum 1965 til 2014.
Erla Wigelund stóð vaktina í Verðlistanum á árunum 1965 til 2014. Facebook-síða Verðlistans

Erla Wigelund, kaupmaður í Verðlistanum í Reykjavík, er látin 92 ára að aldri. Hún lést á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn.

Frá þessu greinir í Morgunblaðinu í morgun. Erla starfaði á sínum yngri árum á lögfræðistofu og í snyrtivöruverslun í Reykjavík og stundaði leiklistarnám í skóla Ævars R. Kvaran. Þar kynntist hún tónlistarmanninum Kristjáni Kristjánssyni í KK-sextettinum sem átt eftir að verða lífsförunautur hennar.

Erla og Kristján stofnuðu svo á sínum tíma verðlista, pöntunarlista, þar sem fólki var gefið færi á að panta og fá vörurnar sendar heim í pósti. Ferðuðust þau einnig um landið og seldu föt til fólks.

Árið 1965 opnuðu þau Erla og Kristján svo verslunina Verðlistann við Laugalæk í Reykjavík. Erla starfaði þar allt til ársins 2014. Erla hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín.

Kristján, eiginmaður Erlu, lést árið 2008, en þau eignuðust saman þrjú born, þau Þorbjörgu, Pétur og Sigrúnu Júlíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×