Fótbolti

Albert í liði vikunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert Guðmundsson í leiknum í gær.
Albert Guðmundsson í leiknum í gær. Yannick Verhoeven/Getty

Albert Guðmundsson var í liði vikunnar hjá fjölmiðlinum AD eftir umferð helgarinnar í hollenska boltanum.

Albert spilaði allan leikinn fyrir fyrir AZ en staðan var 2-2 í hálfleik. AZ gerði út um leikinn á tólf mínútna kafla í síðari hálfleik, með mörkum á 64. og 74. mínútu.

Albert átti ansi góðan leik fyrir AZ er liðið vann 4-2 sigur á Feyenoord á heimavelli sínum í gær.

Albert var ekki eini leikmaður AZ sem var í liði umferðarinnar en vinstri bakvörðurinn Oewn Wijndal og framherjinn Myrn Boadu voru einnig valdir í liðið.

AZ er í þriðja sæti deildarinnar með 49 stig, tveimur stigum á eftir PSV sem er í öðru sætinu og átta stigum á eftir toppliði Ajax.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.