„Skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2021 10:31 Rúrik og Renata fara áfram eftir næsta þátt. Það er öruggt. @rurikgislason „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í háhæluðum skóm fyrir utan það þegar systir mín dressaði mig upp sem dragdrottning fyrir grímuball þegar ég var svona tíu ára,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandifótboltamaður sem sló rækilega í gegn í þýska dansþættinum Let‘s Dance á föstudagskvöldið. Hann var á línunni í Brennslunni á FM957 í morgun. Rúrik tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð. Rúrik í raun vann símakosninguna og er því öruggur áfram. View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) „Þetta var helvíti sérstakt, mjög gaman og ég bjóst ekki alveg við þessu,“ segir Rúrik sem æfir í átta til níu klukkustundir á dag fyrir útsendingarnar. „Í gær var síðan fyrsta æfing fyrir næsta þátt og það voru níu klukkutímar. Ég er ekkert að gera mikið annað en djöfull er þetta gaman samt,“ segir Rúrik en dansfélagi hans er Renata Lusin. „Hún er rússnesk og hefur verið í öðru sæti nokkrum sinnum á heimsmeistaramótinu. Hún er frábær og búin að vera í þessum þáttum áður og er bara mjög skemmtileg. Ég skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig eftir dansinn,“ segir Rúrik og hlær. „Ég held að þau hafi sagt að ég hafi gert þetta vel. Ég skil ekki alveg allt og var í raun meira stressaður fyrir því, því við vorum búin að æfa dansinn vel. Ég var meira stressaður fyrir því að tala og tjá mig.“ Þó að Rúrik sé öruggur áfram í næsta þætti ætlar hann ekki að gefa neitt eftir. „Ég hef helvíti gaman af þessu. Ég bý á einhverju hóteli og hef ekkert betra að gera heldur en að vera bara í átta, níu tíma á dag að æfa dans. Þetta er það gaman. Ég bjóst aldrei við því að þetta yrði svona gaman.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Rúrik tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð. Rúrik í raun vann símakosninguna og er því öruggur áfram. View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) „Þetta var helvíti sérstakt, mjög gaman og ég bjóst ekki alveg við þessu,“ segir Rúrik sem æfir í átta til níu klukkustundir á dag fyrir útsendingarnar. „Í gær var síðan fyrsta æfing fyrir næsta þátt og það voru níu klukkutímar. Ég er ekkert að gera mikið annað en djöfull er þetta gaman samt,“ segir Rúrik en dansfélagi hans er Renata Lusin. „Hún er rússnesk og hefur verið í öðru sæti nokkrum sinnum á heimsmeistaramótinu. Hún er frábær og búin að vera í þessum þáttum áður og er bara mjög skemmtileg. Ég skildi ekki orð af því sem dómararnir sögðu við mig eftir dansinn,“ segir Rúrik og hlær. „Ég held að þau hafi sagt að ég hafi gert þetta vel. Ég skil ekki alveg allt og var í raun meira stressaður fyrir því, því við vorum búin að æfa dansinn vel. Ég var meira stressaður fyrir því að tala og tjá mig.“ Þó að Rúrik sé öruggur áfram í næsta þætti ætlar hann ekki að gefa neitt eftir. „Ég hef helvíti gaman af þessu. Ég bý á einhverju hóteli og hef ekkert betra að gera heldur en að vera bara í átta, níu tíma á dag að æfa dans. Þetta er það gaman. Ég bjóst aldrei við því að þetta yrði svona gaman.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira