Búast við mikilli aukningu fjárútláta til varnarmála Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2021 15:46 Kínverskir hermenn í skrúðgöngu. EPA/PAVEL GOLOVKIN Sérfræðingar búast við því að ráðamenn í Kína muni tilkynna töluverða hækkun á fjárútlátum til varnarmála í upphafi nýs þings í næsta mánuði. Hækkunin í fyrra var 6,6 prósent, sem var sú lægsta í áratugi. Þá var Kína i efnahagslegum vandræðum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hagkerfi Kína hefur verið að gefa í aftur og þar að auki hefur þrýstingur á ríkið aukist til muna. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, gert ljóst að Bandaríkin ætli sér að standa í vegi Kína og auknum áhrifum þeirra og hernaðaruppbyggingu í Kyrrahafinu og Asíu. Með það í huga, auk annarra ástæðna, búast sérfræðingar við að hækkunin verði há núna. Einn viðmælanda Reuters fréttaveitunnar segir öryggisástand Kína ekki hafa verið jafn alvarlegt síðan í Kóreustríðinu. Sá heitir Ni Lexiong og er fyrrverandi prófessor við Stjórnmála- og lögfræðiháskóla Sjanghæ. Hann vísaði til siglinga bandarískra herskipa og flugmóðurskipa undan ströndum Kína, franskra herskipa og kafbáta í Suður-Kínahafi, sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til, og vopnasölu Bandaríkjanna til Kína. Ni sagði einnig að það hefði aldrei verið jafn áríðandi fyrir Kína að taka Taívan með hervaldi. Þess vegna spáir hann verulegri aukningu til varnarmála í Kína. Yfirlýst fjárútlát Kína til varnarmála árið 2019 var 174 milljarðar dala, eða um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu samkvæmt frétt Reuters. Greinendur og sérfræðingar segja raunverulega upphæð vera mun hærri en það og allt að 261 milljarði. Árið 2019 vörðu Bandaríkin 732 milljörðum dala til varnarmála, eða um 3,4 prósentum af vergri landsframleiðslu. Yfirvöldum í Kína hefur tekist að nútímavæða herafla landsins hratt á undanförnum árum. Þá hefur það verið gert tiltölulega ódýrt þar sem ríkið hefur sleppt töluverðum kostnaði við rannsóknir og þróunarvinnu. Samhliða þessu hefur tiltrú ráðamanna á getu heraflans aukist verulega. Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Lýsir áhyggjum af viðbúnaði Kínverja Tsai Ing-wen, forseti Taívans, lýsti í dag áhyggjum af sífelldu flugi kínverska hersins nærri eyjunni og sagði það ógna öryggi á svæðinu. 9. febrúar 2021 16:00 Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37 Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00 „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja. 22. febrúar 2021 08:21 Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Þá var Kína i efnahagslegum vandræðum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hagkerfi Kína hefur verið að gefa í aftur og þar að auki hefur þrýstingur á ríkið aukist til muna. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, gert ljóst að Bandaríkin ætli sér að standa í vegi Kína og auknum áhrifum þeirra og hernaðaruppbyggingu í Kyrrahafinu og Asíu. Með það í huga, auk annarra ástæðna, búast sérfræðingar við að hækkunin verði há núna. Einn viðmælanda Reuters fréttaveitunnar segir öryggisástand Kína ekki hafa verið jafn alvarlegt síðan í Kóreustríðinu. Sá heitir Ni Lexiong og er fyrrverandi prófessor við Stjórnmála- og lögfræðiháskóla Sjanghæ. Hann vísaði til siglinga bandarískra herskipa og flugmóðurskipa undan ströndum Kína, franskra herskipa og kafbáta í Suður-Kínahafi, sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til, og vopnasölu Bandaríkjanna til Kína. Ni sagði einnig að það hefði aldrei verið jafn áríðandi fyrir Kína að taka Taívan með hervaldi. Þess vegna spáir hann verulegri aukningu til varnarmála í Kína. Yfirlýst fjárútlát Kína til varnarmála árið 2019 var 174 milljarðar dala, eða um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu samkvæmt frétt Reuters. Greinendur og sérfræðingar segja raunverulega upphæð vera mun hærri en það og allt að 261 milljarði. Árið 2019 vörðu Bandaríkin 732 milljörðum dala til varnarmála, eða um 3,4 prósentum af vergri landsframleiðslu. Yfirvöldum í Kína hefur tekist að nútímavæða herafla landsins hratt á undanförnum árum. Þá hefur það verið gert tiltölulega ódýrt þar sem ríkið hefur sleppt töluverðum kostnaði við rannsóknir og þróunarvinnu. Samhliða þessu hefur tiltrú ráðamanna á getu heraflans aukist verulega.
Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Lýsir áhyggjum af viðbúnaði Kínverja Tsai Ing-wen, forseti Taívans, lýsti í dag áhyggjum af sífelldu flugi kínverska hersins nærri eyjunni og sagði það ógna öryggi á svæðinu. 9. febrúar 2021 16:00 Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37 Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00 „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja. 22. febrúar 2021 08:21 Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Lýsir áhyggjum af viðbúnaði Kínverja Tsai Ing-wen, forseti Taívans, lýsti í dag áhyggjum af sífelldu flugi kínverska hersins nærri eyjunni og sagði það ógna öryggi á svæðinu. 9. febrúar 2021 16:00
Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37
Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00
„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36
Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja. 22. febrúar 2021 08:21
Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“